Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna

Ís­land er tölu­vert dýr­ara en Sví­þjóð, Dan­mörk og Þýska­land þeg­ar inn­kaupalisti fyr­ir sal­a­trétt með kjúk­lingi og gril­losti er bor­inn sam­an. Verð­lag­ið er svip­að Nor­egi þeg­ar leið­rétt er fyr­ir kaup­mætti. Marga­rít­an á Dom­in­os er þó lang­dýr­ust á Ís­landi.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna
Krónan Þrátt fyrir að Krónan sé með ódýrari verslunum Íslands kosta innkaupin þar meira en í flestum samanburðarlöndum. Mynd: Davíð Þór

Kostnaður við innkaup í kjúklingasalat er töluvert hærri á Íslandi en í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, samkvæmt athugun Heimildarinnar. Aðeins í Noregi er innkaupalistinn dýrari en kostnaðurinn fyrir íslensk heimili er svipaður þegar litið er til þess að kaupmáttur er töluvert meiri í Noregi.

Heimildin tók saman innkaupalista fyrir öll hráefni sem þarf í „Litríkt og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti“ sem Val­gerður Gréta Grön­dal mat­ar­blogg­ari gerði fyrir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn og birt var nýlega á matarvef Mbl.is.

Innkaupin fyrir salatið kostuðu 9.522 kr. í Krónunni, sem mælist reglulega með ódýrari matvöruverslunum landsins. Þó salatið sé matarmikið og seðji ábyggilega fjögurra manna fjölskyldu hið minnsta hlýtur þetta að teljast nokkuð hátt verð fyrir heimatilbúinn rétt. Það útskýrist að miklu leyti af því að kaupa þurfti inn heila flösku af ólífuolíu, dollu af hunangi, pakka af salti og ýmiss konar krydd sem nýtast munu síðar í eldhúsinu.

Munur á …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í öllum samanburði á matvælaverði hér á landi og í öðrum löndum gleymist alltaf að hér á landi er matvara ekki í almenna virðisaukaskattþrepinu, sem er 24%, heldur í lægra skattþrepi sem er 11%. Í Danmörku er virðisaukaskattur á matvöru 25% en samt er verðið á vörunum á innkaupalistanum mun hærra hér en í Danmörku.

    Það má velta því fyrir sér hver staðan væri hér á landi ef virðisaukaskattur á matvöru væri í almenna virðisaukaskattþrepinu (24%), eins og einu sinni var, en ekki 11% eins og nú er. Það má gera ráð fyrir vörurnar á innkaupalistanum kostuðu þá rúmar 10.600 kr. en ekki rúmar 9.500 kr.

    Svo má spyrja sig að því hvort etv. einhverjir aðrir en neytendur hafi fyrst og frems notið góðs af lækkun matarskattsins úr 24% í 11% á sínum tíma?
    1
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Það mætti gera smá athugsemd við þessa frétt, Helgu Meny buðirnar eru dyrustu matvælaubúðir í Noregi. Ekki taka ódýsrustu búðina á Íslandi til samanburðar við þá dýrustu í Noregi
    4
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Ef tekin er Coop í Svíþjóð ætti að taka Coop í Noregi og Nettó á Íslandi, þær eru allar í sömu keðjunni. Veit ekki hvaða verslun er sambærileg í Danmörk. En eitt er víst að þessi matarkarfa er dýrust á Íslandi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár