Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna

Ís­land er tölu­vert dýr­ara en Sví­þjóð, Dan­mörk og Þýska­land þeg­ar inn­kaupalisti fyr­ir sal­a­trétt með kjúk­lingi og gril­losti er bor­inn sam­an. Verð­lag­ið er svip­að Nor­egi þeg­ar leið­rétt er fyr­ir kaup­mætti. Marga­rít­an á Dom­in­os er þó lang­dýr­ust á Ís­landi.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna
Krónan Þrátt fyrir að Krónan sé með ódýrari verslunum Íslands kosta innkaupin þar meira en í flestum samanburðarlöndum. Mynd: Davíð Þór

Kostnaður við innkaup í kjúklingasalat er töluvert hærri á Íslandi en í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, samkvæmt athugun Heimildarinnar. Aðeins í Noregi er innkaupalistinn dýrari en kostnaðurinn fyrir íslensk heimili er svipaður þegar litið er til þess að kaupmáttur er töluvert meiri í Noregi.

Heimildin tók saman innkaupalista fyrir öll hráefni sem þarf í „Litríkt og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti“ sem Val­gerður Gréta Grön­dal mat­ar­blogg­ari gerði fyrir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn og birt var nýlega á matarvef Mbl.is.

Innkaupin fyrir salatið kostuðu 9.522 kr. í Krónunni, sem mælist reglulega með ódýrari matvöruverslunum landsins. Þó salatið sé matarmikið og seðji ábyggilega fjögurra manna fjölskyldu hið minnsta hlýtur þetta að teljast nokkuð hátt verð fyrir heimatilbúinn rétt. Það útskýrist að miklu leyti af því að kaupa þurfti inn heila flösku af ólífuolíu, dollu af hunangi, pakka af salti og ýmiss konar krydd sem nýtast munu síðar í eldhúsinu.

Munur á …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í öllum samanburði á matvælaverði hér á landi og í öðrum löndum gleymist alltaf að hér á landi er matvara ekki í almenna virðisaukaskattþrepinu, sem er 24%, heldur í lægra skattþrepi sem er 11%. Í Danmörku er virðisaukaskattur á matvöru 25% en samt er verðið á vörunum á innkaupalistanum mun hærra hér en í Danmörku.

    Það má velta því fyrir sér hver staðan væri hér á landi ef virðisaukaskattur á matvöru væri í almenna virðisaukaskattþrepinu (24%), eins og einu sinni var, en ekki 11% eins og nú er. Það má gera ráð fyrir vörurnar á innkaupalistanum kostuðu þá rúmar 10.600 kr. en ekki rúmar 9.500 kr.

    Svo má spyrja sig að því hvort etv. einhverjir aðrir en neytendur hafi fyrst og frems notið góðs af lækkun matarskattsins úr 24% í 11% á sínum tíma?
    1
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Það mætti gera smá athugsemd við þessa frétt, Helgu Meny buðirnar eru dyrustu matvælaubúðir í Noregi. Ekki taka ódýsrustu búðina á Íslandi til samanburðar við þá dýrustu í Noregi
    4
    • JPGWYSE
      Jon Pall Garðarsson Worldwide Yacht Service ehf skrifaði
      Ef tekin er Coop í Svíþjóð ætti að taka Coop í Noregi og Nettó á Íslandi, þær eru allar í sömu keðjunni. Veit ekki hvaða verslun er sambærileg í Danmörk. En eitt er víst að þessi matarkarfa er dýrust á Íslandi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár