Verðbólguskeið í Evrópu og sviptingar á húsnæðismörkuðum í borgum álfunnar hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Listafólkið Libia Castro og Ólafur Ólafsson þekkir þessa þróun vel á eigin skinni, enda þurfa þau að vera meðvituð um verðlag og samfélagsaðstæður hverju sinni víða um Evrópu.
Þrátt fyrir að búa formlega í Rotterdam í Hollandi og vera með son sinn þar í skóla eyða þau löngum stundum á Íslandi, í Berlín og í Málaga, bæði vegna verkefna sinna og fjölskyldutengsla. Þau hafa því einstaka sýn á kostnaðinn sem fylgir því að reka barnafjölskyldu í þessum löndum og áskorunum sem því fylgja.
„Við kynntumst í myndlistarnámi í Groningen í Hollandi,“ útskýrir Ólafur. „Við fluttum til Rotterdam árið 2001 og höfum búið þar síðan. Á milli 2008 og 2018 vorum við í Berlín líka. Vegna vinnunnar okkar og uppruna höfum við deilt tímanum okkar á milli þessara landa, Spánar, Íslands, Hollands og Þýskalands.“
Libia …
Athugasemdir