Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Maðurinn sem hefur heimsótt alla kirkjugarða á Íslandi

Guð­mund­ur Rafn Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Kirkju­garða­r­áðs, hef­ur heim­sótt alla kirkju­garða lands­ins, sem eru rétt tæp­lega 300 tals­ins. Hann hef­ur ekki ákveð­ið hvar hann sjálf­ur hyggst leggj­ast til hinstu hvílu en ætl­ar að nýta eft­ir­launa­ald­ur­inn í það, sem hefst í haust.

Framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs Guðmundur Rafn Sigurðsson hefur setið í Kirkjugarðaráði í 32 ár. Hann hefur heimsótt alla kirkjugarða landsins, sem eru í kringum 300 talsins, auk ýmissa eyðigarða. Guðmundur hefur nú góða yfirsýn yfir alla kirkjugarðana en hefur ekki gert upp hug sinn hvar hann hyggst leggjast til hinstu hvílu.

„Þetta er síðasti garðurinn sem ég á eftir að heimsækja á landinu. Mér reiknast til að þetta séu um 300 garðar,“ segir Guðmundur Rafn Sigurðsson, landslagsarkitekt. Ljósmyndari Heimildarinnar náði tali af Guðmundi í kirkjugarðinum við eitt afskekktasta bænahús landsins í Furufirði á Ströndum. Þetta er stuttur en breiður fjörður fyrir opnu hafi, á mörkum Stranda og Hornstranda en vesturströnd fjarðarins er innan Hornstrandafriðlandsins. 

Tilgangur ferðarinnar var að skrásetja leiði í kirkjugarðinum, nokkuð sem Sigurgeir Skúlason, landfræðingur og kortagerðamaður, hóf að gera fyrir 20 árum. Hann var einnig með í för, ásamt Jóhannesi Finni Halldórssyni hagfræðingi sem aðstoðar við útreikninga og tölfræðiupplýsingar. 

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, slóst einnig með í för en það var á meðal hennar síðasta verka í embætti að heimsækja bænahúsið. Flestir þeir sem létust í Grunnavíkursókn norðan Skorarheiðar eftir aldamótin 1900 eru grafnir við bænhúsið. „Kirkjan þeirra var í Grunnavík og það var mjög langt að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár