Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Innblástur í kennileiti á milli Árbæjar og Breiðholts

Plat­an Stíflu­hring­ur­inn kom út í lok júní og í haust verða tón­leik­ar í Hörpu en þetta verk Guð­mund­ar Steins Gunn­ars­son­ar var sam­ið fyr­ir Caput-hóp­inn. Það er til­eink­að prest­un­um Tos­hiki Toma og Ást­valdi Zenki – en er óð­ur til kenni­leit­is á milli Ár­bæj­ar og Breið­holts.

Innblástur í kennileiti á milli Árbæjar og Breiðholts
Guðmundur Steinn Gunnarsson finnur innblástur á milli Árbæjar og Breiðholts. Mynd: Golli

„Þessi plata, Stífluhringurinn, var að koma út og þetta er verk sem var samið fyrir og frumflutt af Caput-hópnum,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld, en þess má geta að Caput-hópurinn er hópur sem þá ungt tónlistarfólk stofnaði árið 1987 til að flytja nýja tónlist en hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og erlendra tónverka bæði hér heima og víða um heim. 

Hann kveðst hafa fundið innblástur í Stífluhringnum sem sé óformlegt kennileiti á milli Árbæjar og Breiðholts. „Svona gönguleið sem fer í gegnum gömlu stífluna. Það er erfitt að lýsa tónsmíðaferli en kveikjan að þessu verki voru stemningar og minningar síðan ég var að bíða eftir strætó í skafrenningi á þessum svæðum. Þetta er eins og ástarljóð til heimahaganna, ég ólst upp þarna hvort sínum megin í Árbænum og Breiðholti.“

Tileiknað Toshiki Toma og Ástvaldi Zenki

Verkið er í tveimur þáttum og er hvor um sig tileinkaður presti. 

„Sem sagt séra …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Skemmmtilegt og áhugavert viðtal.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu