„Það er ýmislegt sem hefur gerst í gegnum lífið. Ég hef nú lent í stórbruna og misst heimilið mitt og lent í ýmsu. Það var á Hverfisgötu 55 þegar það brann á sínum tíma, allavega orðin næstum því 30 ár síðan. Ég hef verið svona í kringum fertugt.
Það kviknaði í um nótt. Ég bjó þarna í einni íbúðinni, foreldrar mínir voru á efstu hæðinni og svo var fólk sem bjó annars staðar þar sem kviknaði í. En eins og ég segi bara: „Shit happens“. Þetta var óreglufólk sem hafði flutt inn í þessa íbúð sem var á leigu. Það endaði ekki vel.“
Foreldrar mínir stukku út en fluttu síðan til systur minnar og voru þar í smá tíma þangað til að það var byggt upp aftur. Ég var líka hjá systur minni. Ég er kannski ekki eldhræddur í dag, ekkert frekar en annað. Eldsvoðar eiga sér ástæðu, kannski er ég meira nágrannahræddur heldur en hitt sko, það kemur ekkert eldinum við.
„Það var nýjabrum á þessu þá.“
Ég á þessa verslun, 2001 ehf., opnaði hana ´93. Þegar við byrjuðum var þetta allt þá var VHS og lazerdiskar, CD-inn var rétt að byrja. Það var nýjabrum á þessu þá. Það kemur alltaf eitthvað nýtt. Það var VHS fyrst, síðan kom DVD-ið og svo hefur komið Bluray og núna 4K. En í rauninni er þetta allt að seljast. Meira að segja vínyllinn er kominn aftur, sem einhvern tímann þótti bara fyndið að tala um.
Við verðum aðeins að skoða tæknina á bakvið þetta. VHS-ið er auðvitað þannig að tækin eru frekar flókin. Það eru pinch-rúllur og ýmislegt í þessu sem gefur upp öndina með tímanum. Það er oft sem menn lenda í því að tækin virka ekki lengur. Aftur á móti með CD, Bluray og DVD þá er minni hreyfimöguleiki, jú mótorinn getur gefið sig en það er ennþá verið að framleiða þetta. Það er minna umstang, viðhaldið sko. Þetta er spurning um tæknina líka, ekki bara að hlusta á eitthvað eða að horfa á.“
Athugasemdir