Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Missti heimilið í stórbruna: „Shit happens“

Sig­urð­ur Þór Sig­urðs­son, eig­andi geisladiska- og spólu­versl­un­ar­inn­ar 2001 ehf. á Hverf­is­götu, missti heim­il­ið sitt í stór­bruna fyr­ir nokkr­um ára­tug­um. Versl­un­in hans í sömu götu veit­ir hon­um festu.

Missti heimilið í stórbruna: „Shit happens“
VHS, DVD og Bluray Sigurður Þór Sigurðsson hefur rekið geisladiska- og spóluverslunina 2001 ehf. í rúmlega 30 ár. Mynd: Georg Gylfason/Heimildin

„Það er ýmislegt sem hefur gerst í gegnum lífið. Ég hef nú lent í stórbruna og misst heimilið mitt og lent í ýmsu. Það var á Hverfisgötu 55 þegar það brann á sínum tíma, allavega orðin næstum því 30 ár síðan. Ég hef verið svona í kringum fertugt.

Það kviknaði í um nótt. Ég bjó þarna í einni íbúðinni, foreldrar mínir voru á efstu hæðinni og svo var fólk sem bjó annars staðar þar sem kviknaði í. En eins og ég segi bara: „Shit happens“. Þetta var óreglufólk sem hafði flutt inn í þessa íbúð sem var á leigu. Það endaði ekki vel.“

Foreldrar mínir stukku út en fluttu síðan til systur minnar og voru þar í smá tíma þangað til að það var byggt upp aftur. Ég var líka hjá systur minni. Ég er kannski ekki eldhræddur í dag, ekkert frekar en annað. Eldsvoðar eiga sér ástæðu, kannski er ég meira nágrannahræddur heldur en hitt sko, það kemur ekkert eldinum við.

„Það var nýjabrum á þessu þá.“

Ég á þessa verslun, 2001 ehf., opnaði hana ´93. Þegar við byrjuðum var þetta allt þá var VHS og lazerdiskar, CD-inn var rétt að byrja. Það var nýjabrum á þessu þá. Það kemur alltaf eitthvað nýtt. Það var VHS fyrst, síðan kom DVD-ið og svo hefur komið Bluray og núna 4K. En í rauninni er þetta allt að seljast. Meira að segja vínyllinn er kominn aftur, sem einhvern tímann þótti bara fyndið að tala um. 

Við verðum aðeins að skoða tæknina á bakvið þetta. VHS-ið er auðvitað þannig að tækin eru frekar flókin. Það eru pinch-rúllur og ýmislegt í þessu sem gefur upp öndina með tímanum. Það er oft sem menn lenda í því að tækin virka ekki lengur. Aftur á móti með CD, Bluray og DVD þá er minni hreyfimöguleiki, jú mótorinn getur gefið sig en það er ennþá verið að framleiða þetta. Það er minna umstang, viðhaldið sko. Þetta er spurning um tæknina líka, ekki bara að hlusta á eitthvað eða að horfa á.“ 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár