Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist ekki hafa verið upplýst nákvæmlega um hvað Running Tide hafi haft í hyggju þegar fyrirtækið losaði í fyrrasumar 19.000 tonn af kalksteinablönduðu trjákurli í hafið innan lögsögu Íslands
Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru þó allt aðrar en það sem á endanum varð reyndin. Upphaflega stóð til að aðgerðin yrði mun flóknari og fæli í sér þúsundir sérhannaðra bauja, sem innihéldu trjákurlsbolta sem söfnuðu á sig þörungum áður en þeir sykkju til botns.
Þannig væri ekki eingöngu verið að farga kolefninu í trjákurlinu heldur einnig að fanga kolefni í gegnum þörungana sem vaxa áttu utan á boltunum. Til viðbótar átti svo kalksteinsduft, sem notað var til að húða boltana svokölluðu, að hafa þau áhrif að draga úr súrnun sjávar.
Án þess að afla nokkurra óháðra álita skrifuðu fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands undir vilja- og stuðningsyfirlýsingu við …
Athugasemdir (7)