Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Áslaug Arna greiddi leið Running Tide Eftir að hafa undirritað viljayfirlýsingu í grósku í mars 2022 fylgdist Áslaug Arna lítið með framvindu rannsókna Running Tide hér á landi. Í viðtali við Heimildina sagðist hún ekki hafa verið meðvitaða um breytingarnar sem gerðar voru á verkefninu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist ekki hafa verið upplýst nákvæmlega um hvað Running Tide hafi haft í hyggju þegar fyrirtækið losaði í fyrrasumar 19.000 tonn af kalksteinablönduðu trjákurli í hafið innan lögsögu Íslands

Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru þó allt aðrar en það sem á endanum varð reyndin. Upphaflega stóð til að aðgerðin yrði mun flóknari og fæli í sér þúsundir sérhannaðra bauja, sem innihéldu trjákurlsbolta sem söfnuðu á sig þörungum áður en þeir sykkju til botns. 

Þannig væri ekki eingöngu verið að farga kolefninu í trjákurlinu heldur einnig að fanga kolefni í gegnum þörungana sem vaxa áttu utan á boltunum. Til viðbótar átti svo kalksteinsduft, sem notað var til að húða boltana svokölluðu, að hafa þau áhrif að draga úr súrnun sjávar. 

Án þess að afla nokkurra óháðra álita skrifuðu fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands undir vilja- og stuðningsyfirlýsingu við …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Er ekki sérkennilegt að Ráðherra hafi ekki skilyrt leyfið ? Á svo að varpa ábyrgðinni á aðra jafn vitlausa Ráðherra ?
    1
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Þetta galna verkefni er því miður dæmigert fyrir það aðhaldsleysi sem einkennir kolefnisþátt loftslagsmálanna.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvenær ætla kjósendur á Íslandi að skilja að Sjálfstæðisflokkurinn er handónýtur spillingarflokkur ?
    4
  • IB
    Ingimundur Bergmann skrifaði
    Úff!
    3
  • Jón Ragnar Björnsson skrifaði
    Dásamleg endalaus vitleysa!
    6
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    ".......það veit enginn neitt hvað virkar svo,“ sagði Áslaug Arna. Makalaust svar. Running Tide seldi "carbon credit" fyrir 30-40 milljónir dollara án óháðrar staðfestingar á að aðferðir þeirra virkuðu að því er virðist. Skildi stuðingsyfirlýsing ráðherranna hafi átt sinn þátt í því? Þeir sem stunda svona verkefni ber að vinna í samræmi við staðlað umhverfi, þ.e. ISO 14064-2, sem Deloitte var ráðgjafi að og einnig leita til óháðra aðila til að fá staðfest að aðferðir þeirra virki sem ekki virðist vera raunin.
    10
  • KH
    Kristinn Halldórsson skrifaði
    Mér datt í hug lagið með Mjartmar Guðlaugssyni "Súrmjólk í hádeginu" eftir að ég las þessa cómísku grein.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár