Hin 51 árs gamla Yulia El Choumari kom til Íslands haustið 2022. Hún er sýrlensk en flúði þaðan ofbeldi yfirvalda og stríðsátök í landinu. Hún setti sig upp á móti stjórnvöldum í Sýrlandi og var því reglulega ógnað af yfirvöldum. Hún valdi að flýja til Íslands til að leita að öryggi og kvenréttindum sem hún fann ekki í heimalandinu.
Flúði Venesúela en á að verða send þangað
Yulia er fædd í Venesúela en fjölskylda hennar flutti þaðan til heimalandsins, Sýrlands, eftir að hafa lent í vopnuðu ráni þegar Yulia var tíu ára. Þar bjó Yulia alla ævi og á þar fjögur börn sem nú eru uppkomin.
Sökum þess að vera fædd í Venesúela, þrátt fyrir að hafa forðast landið eftir erfiðar minningar þaðan, er Yulia með venesúelskt vegabréf og gat því sótt um hæli á Íslandi. Nú stendur hins vegar til að senda hana þangað frá Íslandi ásamt öðrum frá …
Athugasemdir