Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Birtu segir að mögulega hefði verið betra fyrir hluthafa Vátryggingafélags Íslands (VÍS)  að bíða með að kaupa fjárfestingarbankann Fossa í fyrra og fá fyrirtækið á lægra verði. Þetta segir framkvæmdastjórinn, Ólafur Sigurðsson, aðspurður um hvort rétt hafi verið af Birtu, sem er hluthafi í VÍS, að greiða atkvæði með kaupum tryggingafélagsins á Fossum í fyrra í ljósi slæmrar stöðu Fossa í nýjasta ársreikningi fjárfestingarbankans. Eftir sameininguna tók sameinað félag upp nafnið Skagi. 

550 milljóna króna tap og tekjustöðnun

Aðspurður hvort VÍS hafi verið að skera Fossa úr snörunni í viðskiptunum í ljósi þess að fjárfestingarbankinn tapaði 550 milljónum króna í fyrra, tekjur stóðu í stað og félagið átti einungis 112 milljónir króna í lausu fé í fyrra miðað við 762 milljónir árið 2022 segir Ólafur. „Það var hækkandi vaxtastig og ýmislegt slæmt í umhverfinu. [...] VÍS hefði vissulega getað beðið og fengið þetta þá á lægra verði eða gert eitthvað annað. Það er þarna fimm manna stjórn og hún kynnir þessi áform og við höfum ekki haft sterkar skoðanir á því þegar fyrirtæki sem við eigum vilja sameinast.

Talsvert hefur verið fjallað um þessi viðskipti í fjölmiðlum, meðal annars þar sem viðskiptavild var svo stór hluti af viðskiptunum.  VÍS borgaði 2,7 milljarða yfirverð fyrir Fossa vegna viðskiptavildar og vörumerkis bankans. Verðið var 4,7 milljarðar króna.

Þrír lífeyrissjóðir lögðust gegn því að VÍS keypti bankann á þessu verði, meðal annars lífeyrissjóðurinn Gildi. Núverandi framkvæmdastjóri Gildis, Davíð Rúdólfsson, sagði við Heimildina. „Við erum ennþá að spyrja félagið spurninga um málið af því við höfum verulegar efasemdir um að þetta sé ásættanlegt verð sem verið er að greiða fyrir hlutinn.

„Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim.“
Ólafur Siguðsson,
framkvæmdastjóri Birtu

Telur of snemmt að dæma viðskiptin

Þegar Heimildin ræddi við Ólaf Sigurðsson um viðskiptin í fyrra sagði hann meðal annars að viðskiptin væru ekki það stór fyrir Birtu og að sjóðurinn leggist ekki gegn slíkum viðskiptum ef stjórn félags sem sjóðurinn er hluthafi í vill ráðast í þau. 

Orðrétt sagði Ólafur í júní í fyrra:  „Birta greiddi atkvæði með þeim tillögum sem lagðar voru fram í gær [miðvikudaginn 14. júní]. Samkvæmt eigendastefnu Birtu fellur eignarhlutur sjóðsins í VÍS ekki undir meiriháttar hagsmunagæslu eins og hún er skilgreind í 4. mgr. 1. gr. gildandi eigendastefnu. Hluturinn er um 0,2% af eignum Birtu og 3,7% af hlutafé VÍS. Þegar hagsmunir Birtu teljast vera minniháttar, tekur afstaða okkar mið af því að sjóðurinn getur auðveldlega komið sér út úr aðstæðum telji stjórn og starfsfólk það þjóna hagsmunum Birtu best. Við ákvörðun á fundinum var einnig horft til þess að Birta hefur áður samþykkt sambærilega breytingu á tilgangi tryggingafélags á markaði þegar breytingar voru gerðar á tilgangi og starfsemi TM í byrjun árs 2020.

Ólafur segir í dag að líklega sé of snemmt að dæma til um gæði viðskiptanna en að sannarlega hefði verið mögulega hægt að semja betur við Fossa. „Miðað við ársreikninginn þá hefði kannski verið hægt að semja betur við þá. Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim. Mér finnst of snemmt að dæma um það núna. Það er best að láta tímann leiða þetta í ljós en hver stjórn verður að bera ábyrg fyrir sínum fjárfestingum.

Hann vísar einnig til þess í svari sínu að nýlega skrifaði greiningarfyrirtækið Jakobson Capital með jákvæðum hætti um sameiningu VÍS og Fossa og undirstrikar með þessari tilvísun það mat að gefa þurfi sameiningunni tíma. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Alltaf er það eigandi peningana í lífeyrissjóðnum sem tapar ?
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    2 ,7 milljarðar fyrir velvild og vörumerki og svo breyta þeir nafninu? You can't make this shit up.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár