Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

158 ára og sýnir engin ellimerki

Ritzau, elsta og stærsta frétta­stofa á Norð­ur­lönd­um tók til starfa ár­ið 1866. Fjöl­miðla­heim­ur­inn hef­ur geng­ið í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar á þeim 158 ár­um sem lið­in er frá stofn­un frétta­stof­unn­ar en Ritzau held­ur alltaf sínu striki. Starfs­menn eru um 180.

Á fyrsta degi febrúarmánaðar árið 1866 birtist í fjórum dagblöðum í Kaupmannahöfn auglýsing. Þar var greint frá því að stofnað hefði verið fyrirtæki sem héti Nordisk Centralbureau for politiske og mercantile Telegraph – Meddelelser. Sá sem auglýsti hét Erik Nicolai Ritzau. Daginn áður hafði honum borist skeyti frá Hamborg sem stílað var á Ritzaus Bureau, nafnið sem fylgt hefur fyrirtækinu allar götur síðan, og iðulega bara kallað Ritzau. Dagblöðin fjögur sem auglýsingin birtist í voru Berlingske Tidende, Dansk Rigstidende, Dagbladet og Fædrelandet urðu jafnframt fyrstu viðskiptavinir þessarar nýju fréttastofu. Árið 1854 komst á skeytasamband milli Kaupmannahafnar og Hamborgar og þá gerðust áðurnefnd blöð áskrifendur að þýskum fréttaskeytum.

Ætlaði í verslunarnám en leiðin lá annað

FréttanefErik Nicolai Ritzau

Erik Nicolai Ritzau fæddist í Kaupmannahöfn 30. apríl 1839, fjölskylda hans kom frá Þýskalandi 200 árum fyrr og þaðan kemur Ritzau nafnið. Móðir Eriks rak um árabil blómabúð og gróðrastöð en faðirinn sem var skósmiður lést þegar Erik var rúmlega tvítugur. Foreldrar Eriks höfðu ákveðið að hann færi til Hamborgar í verslunarskóla og þess vegna fékk hann sérkennslu í ensku frönsku og þýsku. Ekkert varð þó af náminu í Hamborg en þess í stað fékk Erik fjórtán ára gamall vinnu hjá póstmeistaranum í Kaupmannahöfn og var þar til ársins 1861. Þá var hann kvaddur til herþjónustu. Eftir að síðara Slésvíkurstríðinu lauk 1864 var Erik um tíma atvinnulaus en fékk síðan vinnu hjá nýstofnuðu blaði, Dansk Rigstidende. Ritstjórinn þar á bæ, Alfred Fich ráðlagði Erik að stofna fréttaþjónustu. Erik var hikandi en ákvað svo að slá til og Ritzau fréttastofan varð til 1866. Þá hafði Erik samið við dagblöðin fjögur sem fyrr var getið um áskrift að fréttaþjónustunni.

Gekk  strax vel

Áskrifendum að Ritzau fjölgaði hratt og strax á fyrsta ári voru auk 7 dagblaða í Kaupmannahöfn 22 dönsk landshluta- eða svæðisblöð komin með fasta áskrift og sömuleiðis hirðin á Amalienborg, lögreglan, ráðuneytin og kauphöllin í Kaupmannahöfn. Nokkur sænsk dagblöð gerðust sömuleiðis áskrifendur. 

Í byrjun var Ritzau með aðsetur við Amagertorv (á Strikinu) en það húsnæði varð brátt of lítið og þá flutti fyrirtækið í rýmra húsnæði við Højbroplads. 1874 þurfti enn að stækka og þá flutti Ritzau í hús við Købmagergade. Þar bjó Erik með fjölskyldu sinni en hann hafði sama ár og  Ritzau var stofnað gengið í hjónaband með Anna Elise Jensen. Þau eignuðust 8 börn en Anna lést árið 1878, 41 árs gömul. Erik giftist aftur, seinni eiginkonan hét Anna Bolette Brennecke, þau eignuðust 3 börn. Yngst barna Eriks var Lauritz, sem var 18 ára þegar faðir hans lést árið 1903. Fjölskyldan var sammála um að Lauritz tæki við fyrirtækinu eftir að hann hefði aflað sér menntunar.  Hann settist í forstjórastólinn árið 1916, eftir að hafa  meðal annars stundað nám hjá Reuters fréttastofunni í London. Lauritz var forstjóri Ritzau allt til ársins 1958.

Ritzau fylgdist vel með

Það var stundum haft á orði í dönskum blöðum á fyrstu árum Ritzau að Erik Ritzau væri með fréttaauga á hverjum fingri. Og ekki síður fylgdist hann náið með öllum tækninýjungum í fjarskiptamálum. Og þar var vissulega margt að gerast á ofanverðri 19. öld. Árið 1883 fær Ritzau í fyrsta sinn talsíma, það var bein lína við danska þingið, Folketinget. Talsíminn var á þessum árum að ryðja sér æ meira til rúms og Ritzau var vel með á nótunum. Landsíminn  kom til Jótlands árið 1895 og Ritzau opnaði fljótlega útibúi í Árósum, Álaborg og Kolding. Einstaka ritstjórar óttuðust þó að samtöl í síma gætu frekar en skeyti valdið misskilningi. Þessir efasemdarmenn sáu þó fljótlega að síminn hafði marga kosti umfram skeytasendingar, ekki síst hvað fréttir bárust fljótt og hratt. Símatenging við Svíþjóð kom árið 1893 og tveimur árum síðar byrja tilraunir með símasamband milli Danmerkur og Þýskalands. Þetta jók möguleika Ritzau til fréttamiðlunar til mikilla muna. Í þessu sambandi má nefna að tilkynning um úrslit í forsetakjöri í Frakklandi barst í síma frá Berlín. Fréttaskeyti frá París varðandi þessi sömu úrslit barst ekki fyrr en klukkustund síðar.

Reuters sagði nei en vildi kaupa

ReutersPaul Julius Reuter vildi kaupa Ritzau.

Á fyrstu árum Ritzau lagði Erik forstjóri mikla áherslu á að ná samningum við erlendar fréttastofur um kaup á efni. Þær tilraunir gengu misvel, til dæmis vildi Reuters fréttastofan í London ekki semja um neitt slíkt. Vildi hinsvegar kaupa Ritzau en þrátt fyrir langar viðræður milli þeirra Juliusar Reuter og Eriks Ritzau varð ekki af kaupunum. Julius Reuter vildi ekki gefast upp og sneri sér til ritstjóra dönsku blaðanna og greindi frá tilboði sínu til Ritzau. Ritstjórarnir létu sér fátt um finnast. Árið 1868 sótti Ritzau um leyfi til að setja upp útibú í Rússlandi en fékk afsvar. Erik sá að besta leiðin til að efla þjónustuna væri að treysta á eigin mannskap frekar en að kaupa þjónustu af öðrum. Útibúum var komið á fót í París, London og víðar. Jafnframt voru ráðnir fréttaritarar, meðal annars á Jótlandi til að auka þjónustuna við landsbyggðina, eins og sagði í tilkynningu.

Fráfall stofnandans en upphaf liðinnar aldar uppgangsár

Erik Ritzau hafði með dugnaði og útsjónarsemi byggt upp fréttastofu sem, þrátt fyrir gagnrýni eins og gengur, naut mikils álits og viðskiptavinunum fjölgaði jafnt og þétt. En um jólaleytið 1903 var klippt á lífsþráðinn, Erik veiktist af taugaveiki í Þýskalandi, þar sem hann var í vinnuferð, og lést á Þorláksmessu. Hann hafði verið forstjóri í 37 ár. Tveir tengdasynir Eriks tóku við stjórninni þangað til Lauritz, yngsti sonur Eriks varð forstjóri tók við 1916 og sat til 1958.

Stundum hefur verið talað um fyrstu tvo áratugi liðinnar aldar sem gullöld Ritzau. Á fyrstu níu árum aldarinnar tvöfaldaðist veltan, árið 1906 eru öll dagblöð og fjölmörg tímarit í Danmörku, fyrir utan einstaklinga, áskrifendur fyrirtækisins. Að næturlagi snemma í ágúst 1914 berst Ritzau hraðskeyti (iltelgram) þar sem greint var frá að England hefði lýst yfir stríði við Þýskaland. Innihald þessa skeytis fór sem eldur í sinu um danskt þjóðfélag á nokkrum mínútum. Við tóku annríkisár hjá Ritzau sem í upphafi fyrri heimsstyrjaldar hafði 54 starfsmenn á launaskrá.

Stiklað á stóru

Í stuttum pistli er engin leið að fjalla um allt sem gerst hefur á vettvangi Ritzau á þeim 158 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Einungis staldrað við það helsta.

Eftir að fyrri heimstyrjöldinni lauk var minna að frétta, ef svo mætti segja, og það hafði áhrif á rekstur Ritzau. Á millistríðsárunum kom nokkrum sinnum til tals að Ritzau myndi auka samvinnu, eða jafnvel sameinast öðrum fréttastofum. Aldrei varð neitt úr slíkum hugmyndum. Fjarskiptatækninni fleygði ört fram og á fjórða áratugnum kom fjarritinn á markaðinn. Fjarriti er þýðing á danska orðinu fjernskriver, þessi orð notar enginn í dag (frekar en kannski tækið sjálft) en orðið telex þekkja flestir og iðulega var fax látið nægja.

Heimsstyrjaldarárin síðari voru mikil fréttaár, en eftir hernám Þjóðverja á Danmörku tóku við ár ritskoðunar. Þjóðverjar bönnuðu Ritzau að nota fréttaskeyti frá Reuters og fleiri erlendum fréttastofum. Í viðtölum við yfirmenn Ritzau eftir að stríðinu lauk kom fram að fréttaflutningur hafi verið „línudans“. 

Ritzau verður sameignarfélag

Fljótlega eftir stríðslokin hófust umræður milli Ritzau og samtaka danskra blaðaútgefenda um stofnun sameignarfélags. Þeim viðræðum lauk með því að 1. janúar 1947 varð til sameignarfélagið Ritzaus Bureau I/S.  Yfirstjórn Berlingske Tidende (heitir nú Berlingske) og Politiken höfðu efasemdir um stofnun félagsins en gengu ári seinna til liðs við félagið. Ákveðið var að hið nýja félag héldi Ritzau nafninu sem var þekkt víða um lönd. Eftir þessa breytingu í ársbyrjun 1947 var Ritzau sem sé ekki lengur í eigu fjölskyldu stofnandans en Lauritz Ritzau var áfram framkvæmdastjóri til  1. júní 1958 en þá voru 50 ár síðan hann hóf störf hjá fréttastofunni. Lauritz Ritzau lést árið 1967.

158 áraFjölmiðlun hefur tekið miklum breytingum á þeim rúmu 150 árum sem liðin eru frá stofnun Ritzau.

Ekki þarf að fjölyrða um þær miklu breytingar sem hafa orðið í  fjölmiðlaheiminum á allra síðustu árum. Öll fréttaöflun og fréttamiðlun hefur tekið gagngerum breytingum, þar sem internetið, vefurinn er í aðalhlutverki. Ótal dagblöð hafa lagt upp laupana, önnur leggja sífellt meiri áherslu á vefinn. Ritzau hefur alltaf haldið sínu striki og auk hefðbundinna frétta er lögð áhersla á fréttir af fjármálamarkaðnum og sömuleiðis íþróttafréttir svo eitthvað sé nefnt.

Að lokum skal nefnt að árið 2012 birti Ritzau frétt, sem einhverjir hefðu kannski talið að væri aprílgabb, dagurinn var hinsvegar 29. mars. Í þessari stuttu frétt var greint frá því að næturvaktin á Ritzau yrði framvegis í Sydney í Ástralíu. Þótt ýmsir hafi kannski hrist höfuðið yfir þessari ákvörðun þögnuðu þær gagnrýnisraddir fljótlega. Ekki leið á löngu þangað til margar aðrar fréttastofur fetuðu í fótspor Ritzau og opnuðu útibú í Sydney.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár