Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
Hallarekstur á Styrktarsjóði Blaðamannafélags Íslands Í tilkynningu félagsins segir að sjóðurinn hafi verið rekinn í halla undanfarin tíu ár. Mynd: Golli

Styrktarsjóður félagsins hefur verið rekinn með halla „nær sleitulaust frá árinu 2014“.  Þetta kemur fram ífréttatilkynningu sem Blaðamannafélag Íslands sendi frá sér á mánudag.

Til þess að rétta úr kútnum hefur félagið ákveðið að hverfa frá fyrra fyrirkomulagi sem miðaði við að tryggja samanlagðan rétt félagsmanna til launa í 12 mánuði. Þess í stað kveða nýjar reglur á um að blaðamönnum sé tryggður réttur til launa úr styrktarsjóði í þrjá mánuði sem bætist við kjarasamningsbundin réttindi.   

„Þessi breyting felur í sér að blaðamenn með yfir 10 ára starfsreynslu eiga eftir sem áður rétt á launum í veikindum í 12 mánuði en fyrir félagsfólk með skemmri starfsreynslu verður réttur til launa í veikindum 7,5 til 9 mánuðir, sem er sambærilegt við önnur stéttarfélög sem BÍ hefur borið kjör sín saman við,“ segir í tilkynningunni. 

Óviðunandi starfsaðstæður og mikið álag 

Í tilkynningu félagsins er tekið fram að Blaðamannafélag Íslands hafi samið um rýmri veikindaréttindi fyrir sitt félagsfólks en almennt gengur og gerist á vinnumarkaði. Atvinnurekendur greiða til að mynda full laun blaðamanna í veikindaleyfi í lengri tíma en þekkist hjá mörgum öðrum stéttum. 

Þá er einnig tekið fram að önnur stéttarfélög séu að ganga í gegnum sambærilega þróun, þar sem úthlutunarreglum styrktar- og sjúkrasjóðum hefur verið breytt til þess að bregðast við fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga. 

Þrátt fyrir það lýsir Blaðamannafélagið áhyggjum yfir auknum langtímaveikindum innan stéttarinnar sem bendir til alvarlegs vanda innan greinarinnar sem fari versnandi. Félagið leggur áherslu á að bregðast þurfi við með aðgerðum til að snúa við þeirri ískyggilegu þróun sem hefur átt sér stað. 

„Engu að síður er það áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið.Það er löngu vitað að starfsaðstæður blaðamanna eru óviðunandi, álag er of mikið, tæplega helmingi blaðamanna á Íslandi hefur verið ógnað eða hótað og laun eru ekki í samræmi við menntun og ábyrgð.“

Aðgerðirnar sem Blaðamannafélagið hyggst grípa til eru, meðal annars, að hrinda af stað sérstakri fræðslu- og forvarnaráætlun sem félagsfólk sem glímir við langtímaveikindi getur leitað í.

Þar að auki segist félagið muni leita leiða til að bæta starfsaðstæður og líðan blaðamanna á vinnustaðnum í samstarfi við atvinnurekendur. Þá mun félagið einnig leggja áherslu á skerpa fræðslu um réttindi félagsfólks.

Loks er tekið fram að BÍ muni eftir fremsta megni reyna að færa réttindi félagsfólks í betra horf þegar Styrktarsjóður félagsins stendur betur fjárhagslega.   

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    eiturskotin bíta . . .
    0
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Eg fæ alltaf við og við athugasemd "þú ert ekki innskráð..." Ég nenni ekki að þurfa að skrá mig inn með lykilorði í hvert sinnn sem ég les grein í tölvunni. Ég er líka skráð sem kaupandi að blaðinu , en nenni ekki alltaf að lesa það svo ég ætla að hætta því. Aðeins ef ég þarf ekki alltaf að innskrá mig með passorði ætla ég að vera með vefáskrift framvegis. Anna Ólafsd
    0
    • SV
      Salvör Valgeirsdóttir skrifaði
      Þegar þú skráir þig inn er möguleiki að haka við ,,muna mig". Þá ættir þú að haldast innskráð. Að því gefnu að þú sért að skoða á sama vafra hvert sinn.

      T.d. þegar þú smellir á hlekk frá facebook ertu ekki innskráð því þá ertu að skoða ,,gegnum Facebook".

      Vonandi hjálpar þetta.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár