Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Óháður bókari skoðaði fjárreiður Blaðamannafélagsins áratug aftur í tímann

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands hef­ur sent KP­MG nið­ur­stöð­ur í rýni á fjár­reið­um fé­lags­ins síð­ustu tíu ár og ósk­að eft­ir því að fyr­ir­tæk­ið skili sér skýrslu um þær. Skýrsl­an verð­ur kynnt fé­lags­mönn­um í síð­asta lagi um miðj­an næsta mán­uð. Fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins til tveggja ára­tuga var rek­inn í janú­ar.

Óháður bókari skoðaði fjárreiður Blaðamannafélagsins áratug aftur í tímann
Formaðurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lét óháðan bókara rýna tiltekin atriði í fjárreiðum félagsins síðustu tíu ár. Niðurstaða hans liggur nú fyrir og hefur verið send til endurskoðunarskrifstofunnar KPMG sem mun skila stjórn félagsins skýrslu um þær eins fljótt og auðið er. Stjórnin ætlar svo að kynna niðurstöður þeirrar skýrslu fyrir félagsmönnum eigi síðar en á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands, en hann verður haldinn 16. apríl næstkomandi.

Þetta kemur fram í bréfi sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sendi félagsmönnum síðdegis í dag.

Þar segir enn fremur að gagnger endurskoðun hafi farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. „Stjórn BÍ hefur samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögur að breytingum að lögum félagsins sem kynntar verða félagsmönnum sérstaklega í aðdraganda aðalfundar. Þá hafa stjórnir sjóða félagsins einnig endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum sjóðanna er úthlutað. Þessar tillögur verða sömuleiðis lagðar fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum í aðdraganda hans.“

Þessar breytingar koma í kjölfar þess að stjórn Styrktarsjóðs Blaðamannafélagsins bókaði á á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að hún veki athygli á því og árétti „að í samræmi við reglugerð sjóðsins eiga þeir einir rétt á greiðslu úr sjóðnum sem greitt hafa í sjóðinn í að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði. Réttur til greiðslu úr sjóðnum fyrnist á 6 mánuðum eftir að greiðslum í sjóðinn er hætt.“

Stjórn Styrktarsjóðsins óskaði eftir því að bókunin yrði birt á vef Blaðamannafélagsins en engar skýringar fylgdu með þeirri birtingu. 

Neitaði að veita formanni skoðunaraðgang

Í janúar var Hjálmari Jónssyni, sem verið hafði framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins frá árinu 2023, sagt upp störfum. Sú ákvörðun var samþykkt einróma í stjórn félagsins. 

Hjálmar skrifaði grein, sem birtist á Vísi, eftir uppsögnina þar sem hann sagði að ágreiningur hans við núverandi formann Blaðamannafélagsins snerist einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafi gengið eftir skýringum. „Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er það skylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstír félagsins.“

Hjálmar sagði að það lægi fyrir, í samtölum hans við formanninn, að hún væri sek um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. „Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“

Hann sagði að endanlega hafi soðið upp úr milli hans og formannsins vikuna áður þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. „Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa.“

„Í því felst nauðsynlegt aðhald“

Í yfirlýsingu sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi frá sér eftir að grein Hjálmars birtist kom fram að hún væri tilkomin vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefði verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. „Yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrrverandi á opinberum vettvangi undanfarna daga opinbera þann trúnaðarbrest – að hann vildi ekki vinna með stjórn félagsins eða í samræmi við ákvarðanir stjórnar. Eins og fram hefur komið var síðasta atvikið sem birti þann trúnaðarbrest í síðustu viku. Stjórn hafði samþykkt að formaður skyldi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins, en framkvæmdastjóri neitaði að framfylgja þeirri ákvörðun. Auk þess hefur framkvæmdastjóri ekki unnið fjölmörg þeirra verkefna sem stjórn hefur falið honum, ásamt því að hann hefur neitað að mæta á fund með formanni og varaformanni. Var stjórnin einróma um það í framhaldinu að óhjákvæmilegt væri að binda enda á ráðningarsamband hans og félagsins.“

Stjórnin áréttaði að fullkomlega eðlilegt væri að formaður, og eftir atvikum fleiri stjórnarmenn, hefðu skoðunaraðgang að reikningum félagsins. „Í því felst nauðsynlegt aðhald enda segir í lögum félagsins að stjórn hafi yfirumsjón með starfsemi félagsins og beri á henni fulla ábyrgð. Almennt fer stjórn enda með æðsta vald í málefnum félagsins á milli félagsfunda. Framkvæmdastjóri starfar svo í umboði stjórnar og samkvæmt þeim fyrirmælum og stefnu sem stjórn ákveður. Svo stjórn geti sinnt hlutverki sínu og fylgst með því að rekstur sé í réttu horfi þarf hún að hafa aðgang að bókhaldi og bankayfirlitum. Stjórnarmenn eru að sjálfsögðu bundnir sama trúnaði og framkvæmdastjóri um persónugreinanlegar upplýsingar sem kann að vera að finna í bókhaldi eða bankagögnum félagsins.“

Ekki léttvæg ákvörðun

Stjórnin sagði að ákvörðunin um að segja Hjálmari upp hafi engum stjórnarmanni verið léttvæg. Hún hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og átt sér langan aðdraganda. „Stuttu eftir að Hjálmar komst á eftirlaunaaldur, í apríl sl., ákvað stjórn að auglýsa starf nýs framkvæmdastjóra sem taka myndi við verkefnum Hjálmars þegar hann léti af störfum sökum aldurs. Í því fólst einnig sú fyrirætlun að starfið myndi breytast og að nýr framkvæmdastjóri myndi sinna nýjum verkefnum sem stjórn hafði ákveðið að ráðast í í samræmi við breyttar áherslur í starfi félagsins.“ 

Samhliða því hafi farið fram samtal við Hjálmar um nýtt starf, sem stjórnin vildi bjóða honum, þar sem hann myndi áfram sinna verkefnum í þágu félagsmanna á sömu kjörum og hann hefur notið. „Sú vinna, sem var unnin með fullri vitund Hjálmars, var með aðkomu ráðningarskrifstofu. Í tengslum við það ferli afhjúpaðist sá trúnaðarbrestur sem að ofan greinir með fyrrgreindum afleiðingum.“

Starf framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands var auglýst laust til umsóknar þann 23. janúar og ráðningarferlið er nú á lokametrunum.


Höfundur fréttarinnar er félagsmaður í Blaðamannafélagi Íslands.
Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár