Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Að drukkna í fatafjallinu

Evr­ópu­lönd­in, og mörg önn­ur lönd, eru bók­staf­lega að drukkna í fata­fjall­inu sem stækk­ar og stækk­ar. Íbú­ar Evr­ópu losa sig ár­lega við fjór­ar millj­ón­ir tonna af fatn­aði og skóm. Nú vill Evr­ópu­sam­band­ið auka ábyrgð fram­leið­enda í því skyni að draga úr fram­leiðsl­unni.

Flestir kannast líklega við lag Spilverks þjóðanna um Sirkus Geira Smart þar sem segir að þér finnist þú þurfa jakka og tvenna sigtúnsskó. Nýju fötin keisarans frá Karnabæ og co. Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó? Nei, ekki ég er svarið.

Ýmislegt hefur breyst frá árinu 1977 þegar þetta lag Spilverksins kom út á plötu, Sigtún ekki lengur til og sama gildir um Karnabæ. Og núna dugir ekki að eiga jakka og tvenna sigtúnsskó. Á Sigtúns- og Karnabæjarárum Spilverksins var orðið neysluþjóðfélag nýkomið til sögunnar. Sú nýtni sem áður var talin dyggð var óðum að hverfa, ekki þótti lengur dyggð að stoppa í sokka, setja olnbogabætur á jakka og peysur og bæta götóttar buxur. Kaupa nýtt var kjörorðið og á næstu áratugum samfara bættum efnahag fjölgaði flíkunum í fataskápum heimilanna, jafnt á Íslandi og í mörgum öðrum löndum. Þegar allt var orðið fullt var bara bætt við nýjum skáp eða troðið betur í hillur og skúffur. Lífskjör almennings fóru batnandi og jafnframt jókst vélvæðing í fataiðnaði, það þýddi lægra verð og aukið úrval.

Fleiri og fleiri föt

Árið 2016 gerðu bresku umhverfissamtökin WRAP könnun sem vakti mikla athygli. Í þessari könnun kom fram að meira en þriðjungur allra flíka í fataskápunum hafði ekki verið verið notaður í heilt ár og margar reyndar aldrei. Höfðu einfaldlega verið settar inn í skáp þegar komið var heim úr búðinni og síðan ekki söguna meir. Ýttust smám saman aftar og aftar í skápinn. Í þessari könnun kom líka fram að margir höfðu steingleymt mörgum flíkum í skápunum og rámaði ekki einu sinni í að hafa keypt þær.

Kaupa nýtt af því allt er óhreint

16
kíló
Magn af fötum sem hver Dani kaupir árlega

Um svipað leyti og áðurnefnd könnun var gerð í Bretlandi  (2016) var birt könnun sem gerð var í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þar kom fram að

hver Dani keypti um það bil 16 kíló af fötum á hverju ári, það þýðir að Danir keyptu árlega samtals um 89 þúsund tonn, Norðmenn og Svíar keyptu ekki alveg jafn mikið. Sérstaka athygli vakti, þegar spurt var um ástæður fatakaupanna, að stór hópur á aldrinum 18 til 29 ára hafði margoft á árinu keypt föt af því viðkomandi taldi sig ekki eiga neitt hreint til að fara í. Margir sögðust oft kaupa föt til að nota aðeins einu sinni.

89.000
tonn
Magn af fötum sem Danir kaupa árlega

Meira en tvöfaldast frá síðustu aldamótum

Fataframleiðslan eykst sífellt og hefur að magni til meira en tvöfaldast frá síðustu aldmótum. Bættur efnahagur fjölmennra þjóða, til dæmis Kínverja og Indverja veldur þar miklu. Þessi síaukna framleiðsla hefur mikil áhrif á umhverfið, sem dæmi má nefna að til að framleiða einn stutterma bol þarf 1500 lítra af vatni.

Fjórar milljónir tonna árlega

Íbúar Evrópulandanna losa sig árlega við um það bil fjórar milljónir tonna af fatnaði og skótaui. Hluti þessa fatafjalls gengur í endurnýjun lífdaganna á nytjamörkuðum eða notað og nýtt fataverslunum. Um árabil tóku Rauði Krossinn og fleiri hjálparsamtök á móti fatnaði og sendu til Afríku. Á allra síðustu árum hafa sum Afríkulönd afþakkað slíkar sendingar, þau þurfi ekki á þeim að halda, magnið sé alltof mikið. Nokkur hluti þess fatnaðar sem Evrópubúar losa sig við er endurnýttur, t.d. í fatnað, en stór hluti endar í sorpbrennslum eða í urðun. Fréttamaður danska útvarpsins, DR, var nýlega á ferð í Chile. Chile hefur á undanförnum árum tekið á móti gríðarlegu magni fatnaðar, gegn greiðslu, frá ýmsum löndum. Danski fréttamaðurinn var dolfallinn yfir því sem hann sá, hluti Atacama eyðimerkurinnar er þakinn haugum af notuðum fatnaði. Þessi ,,fataeyðimörk“  er svo stór að hún sést greinilega á gervitunglamyndum. 

Evrópusambandið vill láta fataframleiðendur borga

Þótt margir hafi lýst áhyggjum yfir síaukinni fataframleiðslu hefur það litlu breytt. Framleiðendur keppast við að koma sífellt með eitthvað nýtt á markaðinn og auglýsa að ,,þetta verðir þú að eignast“. Svo kemur eitthvað enn nýrra á morgun sem þú verður að eignast (enginn vill jú vera púkó sagði Spilverkið) og þannig stækkar fatafjallið dag frá degi.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að lagasetningu þar sem fataframleiðendum skal gert að greiða gjald sem tekur mið af hversu mikil umhverfisáhrif framleiðsla þeirra hefur. Tekjunum af gjaldinu á að verja til að endurbæta flokkun á notuðum fatnaði og betri og meiri endurnýtingar. Öll nánari útfærsla á gjaldinu er enn í undirbúningi. Nú leggst aukin ábyrgð á herðar framleiðenda að vanda efnisval og jafnframt að vanda framleiðsluna með það fyrir augum að flíkurnar endist lengur. Löggjöfin mun einnig ná til allrar vefnaðarvöru, rúmfatnaðar, handklæða, gluggatjalda, húsgagnaáklæða o.s.frv.

Verð á fatnaði mun hækka

Ef lögin sem nú eru í undirbúningi innan ESB verða að veruleika er líklegt að verð á fatnaði og vefnaðarvöru muni hækka. Marie Busck talsmaður danskra fyrirtækja í fataiðnaði telur það ekki sérstakt áhyggjuefni þótt verð hækki eitthvað. Föt séu tiltölulega ódýr og almenningur verði sífellt betur meðvitaður um að auðlindir jarðar séu ekki óþrjótandi.

Það kemur í hlut nýkjörins Evrópuþings að fjalla um hina nýju löggjöf og á þessari stundu ekkert hægt að segja til um hvenær hún tæki gildi.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Tískan er harður húsbóndi og mikill sóunarhvati.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár