Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hvítklæddir mormónar í tónlistarmyndbandi Ástþórs

Klipp­ur úr tón­list­ar­mynd­bandi kvennakórs á veg­um mormóna­há­skóla í Utah voru not­að­ar í tón­list­ar­mynd­bandi í kosn­inga­bar­áttu Ást­þórs Magnús­son­ar við lag­ið Kjós­ið frið. Ást­þór seg­ir fram­boð­ið ekki hafa kom­ið að gerð mynd­bands­ins.

Hvítklæddir mormónar í tónlistarmyndbandi Ástþórs
Hvítklæddar Nemendur í BYU háskólanum sungu lagið Amazing Grace árið 2015. Mynd: Úr myndbandi BYU Noteworthy Records

Á meðan kosningabaráttunni um hver yrði næsti forseti lýðveldisins stóð gáfu nokkrir frambjóðendur út lög til að vekja athygli á framboðum sínum. Framboð Höllu Tómasdóttur sendi til dæmis frá sér Halla T House Mix sem Matthías Eyfjörð bjó til. Þá vakti Jón Gnarr talsverða athygli með laginu Gefum honum von þar sem landsþekktir tónlistarmenn s.s. Sigurjón Kjartansson, Ragnhildur Gísladóttir og Króli sungu meðal annars inn á.

Öllu furðulegra var þó lagið Kjósið frið og meðfylgjandi tónlistarmyndband sem birtist frá framboði Ástþórs Magnússonar.

Lagið er sungið af kvennakór sem lofsamar Ástþór Magnússon og kallar hann meðal annars Ástþór Krist Magnússon. Raddirnar virðast næstum óraunverulegar í framburði sínum en sú kenning hefur verið viðruð á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að lagið hafi jafnvel verið búið til með gervigreind. 

Í myndbandinu sem fylgir laginu má sjá klippur af Ástþóri við Bessastaði, gangandi um með blöðrur, auk þess sem klippum af honum í sínu fyrsta framboði árið 1996 bregður fyrir. Þá má sjá friðardúfur fljúga og hvítklæddar og hamingjusamar ungar konur syngjandi berfættar úti í miðjum skógi. 

Klippur af bandarískum kór

Þau hugrenningartengsl vakna að það séu þessar konur sem syngi lagið sem inniheldur meðal annars línurnar: „Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon. Hann er ást, hann er Þór.“ Í upphafi myndbandsins kemur fram að framboð Ástþórs þakki stuðningsmönnum í Espigerði fyrir aðsent lag og texta.

Ljóst er þó að stuðningsmennirnir í Espigerði eru ekki þeir sem fram fram koma í myndbandinu við Kjósið frið

Heimildin fékk vinalega ábendingu þess efnis að myndböndin af hvítklæddu syngjandi ungu konunum séu í raun frá kórnum BYU Noteworthy, kvennakór á vegum Brigham Young háskólans í Utah. Háskólinn var stofnaður af einum helsta leiðtoga mormónakirkjunnar og er fjármagnaður af henni.  Yfirgnæfandi meirihluti nemenda við skólann eru mormónar, eða 99% árið 2021 og má því vel ætla að konurnar séu mormónatrúar. 

Fyrir átta árum breiddi kórinn yfir Amazing Grace og birti tónlistarmyndband með. Myndbandið má sjá hér að neðan:

Fyrir neðan myndbandið á Youtube stendur að höfundaréttinn að myndbandinu eigi BYU Records.

Sagðist ekki vita hver bjó myndbandið til og skellti á

Heimildin hafði samband við Ástþór til að spyrjast fyrir um málið. En hann vildi meina að hann vissi ekkert hverjir hefðu sent honum lagið. 

„Þeir kölluðu sig Espigerðiskórinn, meira veit ég ekki. Þú ert að biðja um einhverjar gamlar fréttir. Það er búið að segja frá þessu. Það voru tveir eða þrír stuðningsmenn að búa til myndbönd og músík. Meira veit ég ekki,“ segir Ástþór.

Þannig að vídjóið var ekki framleitt af þér?

„Nei.“

Ég var að spá hvort þú hefðir sett inn myndbönd af konum að labba í...

„Hverslags gamlar tuggur ert þú að taka upp? Lestu bara fréttirnar inni á vefnum okkar og fréttatilkynningar sem við höfum sent. Þessar upplýsingar eru allar búnar að koma fram.“ 

Ástþór fullyrti þá að myndbandið hefði verið aðsent en skellti á þegar blaðamaður spurði hvort það ætti við um myndbandið í heild sinni.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Það þarf alveg sérstaka greindarvísitölu til að verða Mormónum að bráð og þegar Þorkell Egilsson talað um þá sem kristna þá er nú fokið í flest skjól.
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Þau trúarbrögðin virðast aðallega nýtast til að réttlæta landrán og dráp frumbyggja BNA.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Mormónar voru einu kristnu mennirnir í þriðja rikinu sem Hitler lét í friði. Allir aðrir kristnir söfnuðir voru ofsóttir grimmilega. Martin Bohrman einkaritari Hitlers stjórnaði ofsóknunum. Hitler dáðist að mormóna kirkjunni í Þýskalandi fyrir sinn ameríska rasisma þar en blökkumenn og gyðingar máttu ekki koma þar inn fyrir dyr. . Því var svo loks breytt 1979. Einnig var fjölkvæni þeirra foringjanum austuriska að skapi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár