Hvítklæddir mormónar í tónlistarmyndbandi Ástþórs

Klipp­ur úr tón­list­ar­mynd­bandi kvennakórs á veg­um mormóna­há­skóla í Utah voru not­að­ar í tón­list­ar­mynd­bandi í kosn­inga­bar­áttu Ást­þórs Magnús­son­ar við lag­ið Kjós­ið frið. Ást­þór seg­ir fram­boð­ið ekki hafa kom­ið að gerð mynd­bands­ins.

Hvítklæddir mormónar í tónlistarmyndbandi Ástþórs
Hvítklæddar Nemendur í BYU háskólanum sungu lagið Amazing Grace árið 2015. Mynd: Úr myndbandi BYU Noteworthy Records

Á meðan kosningabaráttunni um hver yrði næsti forseti lýðveldisins stóð gáfu nokkrir frambjóðendur út lög til að vekja athygli á framboðum sínum. Framboð Höllu Tómasdóttur sendi til dæmis frá sér Halla T House Mix sem Matthías Eyfjörð bjó til. Þá vakti Jón Gnarr talsverða athygli með laginu Gefum honum von þar sem landsþekktir tónlistarmenn s.s. Sigurjón Kjartansson, Ragnhildur Gísladóttir og Króli sungu meðal annars inn á.

Öllu furðulegra var þó lagið Kjósið frið og meðfylgjandi tónlistarmyndband sem birtist frá framboði Ástþórs Magnússonar.

Lagið er sungið af kvennakór sem lofsamar Ástþór Magnússon og kallar hann meðal annars Ástþór Krist Magnússon. Raddirnar virðast næstum óraunverulegar í framburði sínum en sú kenning hefur verið viðruð á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að lagið hafi jafnvel verið búið til með gervigreind. 

Í myndbandinu sem fylgir laginu má sjá klippur af Ástþóri við Bessastaði, gangandi um með blöðrur, auk þess sem klippum af honum í sínu fyrsta framboði árið 1996 bregður fyrir. Þá má sjá friðardúfur fljúga og hvítklæddar og hamingjusamar ungar konur syngjandi berfættar úti í miðjum skógi. 

Klippur af bandarískum kór

Þau hugrenningartengsl vakna að það séu þessar konur sem syngi lagið sem inniheldur meðal annars línurnar: „Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon. Hann er ást, hann er Þór.“ Í upphafi myndbandsins kemur fram að framboð Ástþórs þakki stuðningsmönnum í Espigerði fyrir aðsent lag og texta.

Ljóst er þó að stuðningsmennirnir í Espigerði eru ekki þeir sem fram fram koma í myndbandinu við Kjósið frið

Heimildin fékk vinalega ábendingu þess efnis að myndböndin af hvítklæddu syngjandi ungu konunum séu í raun frá kórnum BYU Noteworthy, kvennakór á vegum Brigham Young háskólans í Utah. Háskólinn var stofnaður af einum helsta leiðtoga mormónakirkjunnar og er fjármagnaður af henni.  Yfirgnæfandi meirihluti nemenda við skólann eru mormónar, eða 99% árið 2021 og má því vel ætla að konurnar séu mormónatrúar. 

Fyrir átta árum breiddi kórinn yfir Amazing Grace og birti tónlistarmyndband með. Myndbandið má sjá hér að neðan:

Fyrir neðan myndbandið á Youtube stendur að höfundaréttinn að myndbandinu eigi BYU Records.

Sagðist ekki vita hver bjó myndbandið til og skellti á

Heimildin hafði samband við Ástþór til að spyrjast fyrir um málið. En hann vildi meina að hann vissi ekkert hverjir hefðu sent honum lagið. 

„Þeir kölluðu sig Espigerðiskórinn, meira veit ég ekki. Þú ert að biðja um einhverjar gamlar fréttir. Það er búið að segja frá þessu. Það voru tveir eða þrír stuðningsmenn að búa til myndbönd og músík. Meira veit ég ekki,“ segir Ástþór.

Þannig að vídjóið var ekki framleitt af þér?

„Nei.“

Ég var að spá hvort þú hefðir sett inn myndbönd af konum að labba í...

„Hverslags gamlar tuggur ert þú að taka upp? Lestu bara fréttirnar inni á vefnum okkar og fréttatilkynningar sem við höfum sent. Þessar upplýsingar eru allar búnar að koma fram.“ 

Ástþór fullyrti þá að myndbandið hefði verið aðsent en skellti á þegar blaðamaður spurði hvort það ætti við um myndbandið í heild sinni.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Það þarf alveg sérstaka greindarvísitölu til að verða Mormónum að bráð og þegar Þorkell Egilsson talað um þá sem kristna þá er nú fokið í flest skjól.
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Þau trúarbrögðin virðast aðallega nýtast til að réttlæta landrán og dráp frumbyggja BNA.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Mormónar voru einu kristnu mennirnir í þriðja rikinu sem Hitler lét í friði. Allir aðrir kristnir söfnuðir voru ofsóttir grimmilega. Martin Bohrman einkaritari Hitlers stjórnaði ofsóknunum. Hitler dáðist að mormóna kirkjunni í Þýskalandi fyrir sinn ameríska rasisma þar en blökkumenn og gyðingar máttu ekki koma þar inn fyrir dyr. . Því var svo loks breytt 1979. Einnig var fjölkvæni þeirra foringjanum austuriska að skapi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
6
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
9
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár