Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýtt fasteignamat sem mun gilda um allar skráðar fasteignir landsins frá og með næsta ári. Í tilkynningu HMS kemur fram að heildarmat fasteigna muni hækka um 4,3 prósent frá núverandi mati og muni koma til með að nema 15,3 billjónum króna.
Fasteignamat íbúða hækkaði um 3,2 prósent á landinu öllu og er því um raunverðslækkun ræða vegna þess að matið er lægra en vísitala neysluverðs, sem mælist nú um 6,27 prósent samkvæmt nýlegustu mælingum Hagstofunnar. Í nýlegri tilkynningu Hagstofunnar jókst verðbólga í maí um rúmlega hálft prósentustig.
Mun þetta vera í fyrsta sinn síðan árið 2010 að verðþróun íbúðarhúsnæðis mælist lægra en verðbólga. Vegur verðþróun á höfuðborgarsvæðinu þar þyngst en það svæði nær yfir 74 prósent af heildarmatinu.
Mesta hækkunin á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
HMS mælir um 2,1 prósent hækkun á …
Athugasemdir (1)