Hafrannsóknarstofnun segir að „fordæmalaus framkvæmd“ þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um stórfellda efnistöku af hafsbotni við Landeyjar geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Stofnunin er gagnrýnin á framkvæmdina af ýmsum ástæðum. Hún segir um áhrifin á nytjastofna Íslendinga í sjávarútvegi, til dæmis þorsk og uppsjávarfiska eins og loðnu og síld. „Innan fyrirhugaðra efnistökusvæða við Landeyjar eru hrygningarstöðvar og uppeldissvæði nytjastofna. [...] Eins og fram hefur komið getur efnistaka af hafsbotni á þessu svæði raskað mikilvægum búsvæðum, uppeldissvæðum og hrygningarsvæðum margra helstu nytjafiska Íslendinga. Þegar efnið af hafsbotninum er fjarlægt fara hrogn, seiði, fiskar og önnur dýr með sandinum í dæluskipið.“
Þetta kemur fram í gagnrýnni umsögn Hafrannsóknarstofnunar um fyrirhugaða efnistöku Heidelberg á svæðinu sem skilað var til Skipulagsstofnunar þann 17. maí síðastliðinn. Um verkefnið segir almennt séð í umsögninni: „Um er að ræða fordæmalausa framkvæmd m.t.t. umfangs á efnisnámi hér við land.“
„Það er því …
Athugasemdir (3)