Frá því að tilkynnt var að leggja ætti niður Bankasýslu ríkisins í apríl 2022 og fram að síðustu áramótum þá keypti stofnunin þjónustu fyrir 57,4 milljónir króna. Heimildin greindi frá því um miðjan mars að Bankasýslan geti ekki svarað því nema að hluta af hverjum hún keypti þessa þjónustu. Mest af því sem stofnunin getur gert grein fyrir fór til lögmannsstofunnar Logos, eða alls 15,3 milljónir króna á átta mánuðum í fyrra.
Heimildin sendi fyrirspurn á fjármála- og efnahagsráðuneytið í kjölfarið, nánar tiltekið 18. mars, og óskaði eftir að fá upplýsingar um hvort ráðuneytið telji það viðunandi að stofnun sem heyri undir það geti ekki gert grein fyrir aðkeyptri þjónustu upp á tugi milljóna króna. Auk þess var spurt hvort ráðuneytið ætli, með einhverjum hætti, að bregðast við því að Bankasýslan gæti ekki gert grein fyrir …
Að öðrum kosti hljóta að vakna upp grunsemdir um alvarlegt misferli sem þolir ekki dagsins ljós.