Ríkisstofnunin Umhverfisstofnun gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á lengd rekstarleyfa í laxeldi á Íslandi í nýju frumvarpi um lagareldi sem er til meðferðar á Alþingi. Stofnunin telur að ef rekstrarleyfin í sjókvíaeldinu eigi að vera ótímabundin þurfi að setja harðari ákvæði um mögulega endurskoðun á starfsleyfunum. Þá gagnrýnir stofnunin einnig að ekki liggi skýrlega fyrir hvort laxeldisfyrirtækin megi veðsetja og framselja rekstrarleyfi sín til þriðja aðila og taka þurfi af allan vafa um þetta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn stofnunarinnar um lagareldisfrumvarpið sem Umhverfisstofnun skilaði aftur til atvinnuveganefndar þann 16. mai.
Um er að ræða sömu umsögn og Umhverfisstofnun skilaði um frumvarpið í febrúar en stofnunin telur að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á henni.
Athugasemdir