Þórey Einarsdóttir er handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar árið 2024. Þórey hefur starfað fyrir Konukot síðustu tuttugu árin og hlýtur verðlaunin fyrir „ómetanlegt starf í þágu heimilislausra kvenna“. Þórey hafi unnið störf sín af „hógværð og sjaldséðu örlæti“.
„Ég held að mig sé ekki að dreyma,“ segir Þórey. Það hafi tekið hana nokkra daga að melta þessar fregnir af verðlaununum, „ég er bara mjög þakklát fyrir þetta“. Þórey er þannig aðeins annar einstaklingurinn sem vinnur þessu verðlaun, oftast eru það samtök.
„Það sem ég hef verið að gera er að vinna á gólfinu með heimilislausum konum,“ segir Þórey, hún hafi líklega hitt og kynnst fleiri konum í slíkri stöðu en nokkur annar á Íslandi. Ekki síður samt að „vera þess aðnjótandi að eiga með þeim gæðastundir, það er í þessu umhverfi, þessu athvarfi sem hefur veitt svo mörgum skjól“.
„Konukot er til og ég þarf ekki að láta bjóða mér hvað sem …
Athugasemdir