Mikið gekk á í lífi Katrínar Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi ráðherra, árin 2011 og 2012. Haustið 2011 var hún nýsnúin aftur í menntamálaráðuneytið eftir að hafa eignast þriðja son sinn um vorið. Í ágúst hafði móðir hennar greinst með brjósthimnnukrabbamein sem dró hana til dauða í desember sama ár.
Var hlíft þrátt fyrir mikið álag á þinginu
„Í desember er mikið álag á þinginu, þá eru kvöldfundir, atkvæðagreiðslur og alls konar, oft svolítið erfið stemning. Á þessum tíma var enn verið að takast á við eftirköst hrunsins og oft var tekist hart á. Því var lögð áhersla á að allir mættu í atkvæðagreiðslur,“ segir Katrín. En forsetaframbjóðandinn var viðmælandi Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur í síðasta tölublaði Heimildarinnar.
Á þessum tíma segist Katrín hafa verið mjög miður sín. „Það sem gerðist þá, af því að fólk er upp til hópa gott, var að þegar á …
Athugasemdir (3)