Margir þekktir íslenskir fjárfestar eru hluthafar í elliheimilum í Bretlandi sem heita Cornerstone Healthcare. Fyrirtækið á og rekur þrjú elliheimili á Englandi og verða tvö til viðbótar opnuð á árinu. Elliheimilin bjóða upp á búsetu fyrir eldra fólk sem þarf mikla umönnun og læknisfræðilega aðstoð, einstaklinga sem eru meðal annars með miklar sérþarfir vegna heilahrörnunarsjúkdóma.
Tengsl þessara bresku elliheimila við Ísland eru einnig önnur og almennari því forsvarsmenn þeirra hafa tekið þátt í umræðu um aukna einkarekstrarvæðingu í öldrunarþjónustu á Íslandi sem heilbrigðisráðuneytið hefur boðað.
„Arðsemi samstæðunnar var umfram væntingar þrátt fyrir krefjandi áskoranir.“
Meðal þekktra íslenskra hluthafa elliheimilanna eru hjónin Finnur Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Þorsteinn Vilhelmsson, sem var einn af stofnendum Samherja á sínum tíma, og crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir.
Dótturfélag almenningshlutafélagsins Kviku í Bretlandi, Kvika Securities, leiddi viðskiptin með elliheimilin á sínum tíma og á félagið sjálft í þeim. Þá …
Athugasemdir (4)