Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Stýrði Kviku og var hluthafi í elliheimilinu Gunnar Sigurðsson var framkvæmdastjóri Kviku í London og jafnframt einn af hluthöfunum í bresku elliheimilinum Cornerstone Healthcare. Ármann Þorvaldsson er bankastjóri Kviku.

Margir þekktir íslenskir fjárfestar eru hluthafar í elliheimilum í Bretlandi sem heita Cornerstone Healthcare. Fyrirtækið á og rekur þrjú elliheimili á Englandi og verða tvö til viðbótar opnuð á árinu. Elliheimilin bjóða upp á búsetu fyrir eldra fólk sem þarf mikla umönnun og læknisfræðilega aðstoð, einstaklinga sem eru meðal annars með miklar sérþarfir vegna heilahrörnunarsjúkdóma.

Tengsl þessara bresku elliheimila við Ísland eru einnig önnur og almennari því forsvarsmenn þeirra hafa tekið þátt í umræðu um aukna einkarekstrarvæðingu í öldrunarþjónustu á Íslandi sem heilbrigðisráðuneytið hefur boðað.

„Arðsemi samstæðunnar var umfram væntingar þrátt fyrir krefjandi áskoranir.“
Úr ársreikningi Cornerstone Healthcare Group

Meðal þekktra íslenskra hluthafa elliheimilanna eru hjónin Finnur Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Þorsteinn Vilhelmsson, sem var einn af stofnendum Samherja á sínum tíma, og crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir.

Dótturfélag almenningshlutafélagsins Kviku í Bretlandi, Kvika Securities, leiddi viðskiptin með elliheimilin á sínum tíma og á félagið sjálft í þeim. Þá …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
    Þađ er òhugnaleg tilhugsun ...bresk elliheimili eru nògu slæm fyrir àn þess ađ bæta ìslenskum peningadòlgum ì fjàrlög og rekstur þeirra....bretar eiga ekki von à gòđu
    5
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon hefur þann kost að samviska er bönnuð þess vegna er þátttaka hans svo arðvænleg í heilbrigðisþjónustu. Þetta vita allir góðir framsóknarmenn, þjálvarinn sér um sitt lið +.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Londongrad heldur áfram að vera þvottastöð fyrir peninga. Það er ekki skrítið að það sé hagnaður á þessari starfsemi, því samkvæmt Breskum fjölmiðlum þá er dánartíðnin á einkareknum hjúkrunar heimilum 8-11% hærri en á þeim ríkisreknu. Gamla fólkið deyr af vanrækslu og Ólígarkarnir fara hlæjandi í bankann með afraksturinn. Fallegt.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár