Forsetaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni varð heitt í hamsi í nýjasta þætti Pressu þar sem hann sakaði þáttastjórnendur og ritstjórn Heimildarinnar um að hampa sumum forsetaframbjóðendum fram yfir aðra.
Ásamt Ástþóri mættu forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Eiríkur Inga Jóhannsson, Viktor Traustason til þess að ræða stefnumál sín og túlkun sína á valdsviðum og hlutverki forseta Íslands.
Samanlagt fylgi gestanna fjögurra, ásamt Helgu Þórisdóttur, mælist 2,4 prósent samkvæmt nýjustu könnunum. Við upphaf þáttarins voru gestirnir spurðir hversu bjartsýnir þeir væru á möguleika sína á að ná kjöri í kosningunum sem fram fara eftir rúmar þrjár vikur.
„Hvernig hafið þið stuðlað að lýðræðislegum kosningum?“
Í stað þess að svara spurningunni vakti Ástþór máls á kosningaumfjöllunum sem birst hafa á síðum Heimildarinnar undanfarnar vikur og mánuði.
Beindi hann þar spjótum sínum sérstaklega að viðtölum við frambjóðendur sem birst hafa á forsíðu blaðsins. Taldi Ástþór að blaðið hefði farið um suma mjúkum höndum og birt …
Athugasemdir (2)