Nýlega uppfærði breska varnarmálaráðuneytið mat sitt á mannfalli hjá Rússum í stríðinu fram að þessu. Þar er haldið fram að um 450.000 hafi fallið í átökunum. Bandaríkin telja færri, eða um 300.000. Hér er mikilvægt að minnast á að þegar talað er um mannfall í stríði er yfirleitt verið að tala um samanlagða tölu látinna, slasaðra og þeirra sem eru í haldi. (KIA, WIA, MIA og Captured)
„Það er auðvelt að líta á þessa tölfræði sem einfaldar tölur á blaði, en því miður, á bak við hverja einustu tölu er fjölskylda í sárum og þjóðfélag sem holast hægt og rólega út“
Zelensky sagði á dögunum að tala látinna hjá Úkraínu sé 31.000, óhætt er að álykta að matið sé í lægri kantinum en alls ekki svo langt frá raunveruleikanum. Almenn þumalputtaregla um hlutfall slasaðra og látinna sé fjórir á móti einum. Ef við miðum við að 31.000 hafi látist þá …
Athugasemdir (2)