Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir matvælaráðuneytið um frumvarp um lagareldi sem nú er til umræðu á Alþingi eru núgildandi lög um laxeldi ekki túlkuð þannig að rekstrarleyfin í greininni séu í reynd ótímabundin. Í álitinu, sem aðgengilegt er á vef Alþingis, segir Víðir Smári Petersen, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, orðrétt: „Í öllu falli er það álit undirritaðs að rekstrarleyfin séu ekki í raun ótímabundin eign handhafa þeirra.“
Umrætt lögfræðiálit er eina álitið frá utanaðkomandi lögfræðingi sem unnið var um frumvarpið um lagareldi fyrir matvælaráðuneytið.
Miklar umræður sköpuðust um það að gera ætti rekstrarleyfin í laxeldinu ótímabundin eftir að Heimildin greindi frá því seint í apríl að ríkisstjórnin ætlaði að gefa rekstrarleyfin um aldur og ævi skömmu áður en Bjarkey Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi.
Bjarkey rökstuddi þessa breytingu á lögum um laxeldi með …
Innan Evrópusambandsins eru allt önnur vinnubrögð viðhöfð. Hér eru þessi vinnubrögð eins og í fornöld, engin nútímahugsun virðist vera sýnileg við lagasetningu, allt gert til þess að þóknast þröngum hagsmunahópum. Og þá er tilefni til að rífast nánast endalaust í stað þess að hægja á, kalla til fleiri ráðgjafa og sérfræðinga og finna góða og skynsama lausn sem allir gætu vel við unað.