Forstjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, Halla Thoroddsen, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins skilji áhyggjur sem aðstandendur íbúa þar hafa út af ónæði og raski sem þeir verða fyrir út af fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við heimilið. Til stendur að byggja nýja hæð, þá fjórðu, ofan á hjúkrunarheimilið og að íbúarnir muni áfram búa á Sóltúni meðan á þessu stendur. Framkvæmdirnar eiga að taka um tvö ár. „Við hjá Sóltúni skiljum áhyggjur aðstandenda sem bera umhyggju fyrir sínum ástvinum. Við viljum hins vegar fullvissa þá um að við munum gera okkar ítrasta í samráði við þá og Regin fasteignafélag, sem er eigandi fasteignarinnar og stendur fyrir framkvæmdunum, að lágmarka ónæðið sem þessari bráðnauðsynlegu uppbyggingu á hjúkrunarrýmum fylgir,“ segir Halla í svari til Heimildarinnar.
„Okkar heilabiluðu ástvinir og aðrir íbúar í Sóltúni munu enga björg sér geta veitt“
Athugasemdir