Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og með­lim­ur í at­vinnu­vega­nefnd, seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé í nefnd­inni um að end­ur­skoða grein í laga­frum­varpi um lax­eldi þar sem rekstr­ar­leyfi í lax­eldi eru gerð ótíma­bund­in. Hann seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé fyr­ir þessu.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu
Í samræmi við orð Bjarkeyjar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur staðið við það sem hún hefur sagt í fjölmiðlum og lagt til breytingar á laxeldisfrumvarpi þannig að rekstarleyfin í laxeldiinu hér við land verði tímabundin en ekki ótímabundin. Mynd: Matvælaráðuneytið

Matvælaráðuneytið hefur sent atvinnuveganefnd tillögur að breytingum á lagafrumvarpi þar sem laxeldisfyrirtækjum landsins eru veitt ótímabundin rekstrarleyfi til að stunda sjókvíaeldi hér við land. Atvinnuveganefnd fékk þessar tillögur í síðustu viku. Ráðuneytið leggur til nokkrar breytingar á þessari grein frumvarpsins en í öllum þeirra felst að ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi er breytt í tímabundin leyfi, til 16 ára. Þetta herma heimildir blaðsins. 

„Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið.“
Gísli Rafn Ólafsson,
þingmaður Pírata

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og meðlimur í atvinnuveganefnd, segir við Heimildina að þverpólitísk samstaða hafi verið um það að breyta þessari grein frumvarpsins: „Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið. Þetta kom fram strax á fyrsta fundi þegar frumvarpið var rætt.“ Gísli Rafn segir að þessi andstaða sé „þvert á allar pólitískur línur“: „Það er greinilegt að sú andstaða sem strax kom upp á frumvarpið í samfélaginu þrýsti á það að ráðuneytið var beðið að breyta þessu. Og þessi andstaða kom frá stjórnarliðunum í atvinnuveganefnd. Það var alveg greinilegt á þeim að þeir vildu ekki fá þetta ákvæði þarna inn. Nefndin var mjög samstíga í því að biðja um þessar breytingartillögur og það er ekki mjög algengt að ráðuneyti sé beðið um slíkar breytingar strax á fyrsta fundi.

Atvinnuveganefnd mun nú funda og ráða ráðum sínum og reyna að komast að samkomulagi um það hvernig þessi grein frumvarpsins þar sem rætt er um lengd rekstrarleyfanna í laxeldinu hér við land á að hljóma. 

SamstaðaGísli Rafn Ólafsson segir að samstaða sé um breytingu í atvinnuveganefnd.

Hörð viðbrögð og endurskoðun ráðuneytisins 

Viðbrögðin í samfélaginu við þessari grein frumvarpsins um lagareldi voru mikil eftir að Heimildin fjallaði um málið þann 19. apríl síðastliðin. Orðrétt sagði í greininni að fallið yrði frá því að hafa rekstrarleyfin í greininni tímabundin og að þau ætti að gera ótímabundin í staðinn: „Ótímabundin rekstrarleyfi. Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið. Rekstrarleyfi skulu sæta breytingum samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma sem og afturköllun skv. XII. kafla.

Harðar umræður voru um málið á Alþingi þegar Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpinu seint í apríl og sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar meðal annars um það: Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin og hvað breyttist? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja í orkuvinnslu þar sem fjárfestingar eru sannarlega bundnar til langs tíma og borga sig til baka yfir margra áratuga tímabil fá orkufyrirtækin ekki nema tímabundin rekstrarleyfi.

Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði í kjölfarið að hún ætlaði að breyta greininni í frumvarpinu:  „Ég heyri það alveg að réttsýni almennings og lögfræðin fara ekkert endilega saman í þessu máli. [...] Og mér og þinginu ber að hlusta á það. Og ég er tilbúin að fara í tímabundin leyfi.“

Bjarkey hefur nú gert þetta. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár