Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Dró umsóknina sína hjá MAST til baka: „Leiðindamál fyrir alla“

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, for­stjóri MAST, seg­ir að mál sem kom upp hjá stofn­un­inni varð­andi ráðn­ingu á svið­stjóra sé „leið­inda­mál“. MAST réði Þor­leif Ág­ústs­son fiska­líf­eðl­is­fræð­ing í starf­ið en hann hætti við að þiggja það eft­ir um­ræðu í fjöl­miðl­um.

Dró umsóknina sína hjá MAST til baka: „Leiðindamál fyrir alla“
Hætti við Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir að Þorleifur Ágústsson hafi dregið umsókn sína um starf sviððstjóra tilbaka í síðustu viku.

Þorleifur Ágústsson, sem ráðinn var í starf sviðsstjóra samhæfingar fiskeldis og fleiri mála hjá Matvælastofnun (MAST), hefur hætt við að þiggja starfið. Þetta segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, aðspurð við Heimildina. „Hann hefur dregið umsókn sína til baka,“ segir Hrönn.

Blaðið fjallaði um ráðningu Þorleifs í þarsíðustu og síðustu viku og greindi frá því að hún hafi vakið athygli innan MAST þar sem Þorleifur hefur fjallað talsvert um laxeldi í sjókvíum og lýst yfir velþóknun á því.  Starfsmönnum MAST var tilkynnt um þessa ákvörðun á innri vef stofnunarinnar á miðvikudaginn í síðustu viku, segir Hrönn.

Álít fyrir Arctic Fish frá lok marsRorum, fyrirtækið sem Þorleifur starfar hjá, hefur skrifað talsvert um laxeldi hér á landi í gegnum árin og unnið fyrir laxeldisfyrirtækin. Þetta álit hér vann Rorum til dæmis fyrir Arctic Fish og sendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar …
Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár