Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítur á sig sem listamann frekar en pólitíkus

Jón Gn­arr lít­ur á sjálf­an sig sem sjálf­stætt starf­andi lista­mann, ekki póli­tík­us. En með fram­boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er kosn­inga­bar­átt­an orð­in póli­tísk. Gagn­rýni Jóns á Katrínu er hug­mynda­fræði­leg, ekki per­sónu­leg, að sögn Jóns. „Mér lík­ar mjög vel við Katrínu.“

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, gerir baráttuna um Bessastaði pólitíska að mati Jóns Gnarr forsetaframbjóðanda. Í þjóðmálaþættinum Pressu á föstudag þar sem frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi í könnunum mættust í fyrsta sinn var Jón meðal annars spurður út í gagnrýni hans á Katrínu. Jón sagði framboð hennar „steikt og absúrd“ í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling og í viðtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði sagði hann framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka „algjörlega brilljant“. 

„Ég var bara spurður beint. Hvað finnst þér um það að hún er að bjóða sig fram? Ég sagði mér finnst það skrýtið, mér fannst það skrýtið og mér finnst það smá skrýtið. Ég bara svaraði því einlægt og heiðarlega,“ sagði Jón.  

Með framboði Katrínar var kosningabaráttan mun pólitískari að mati Jóns. „Þetta er orðið svo pólitískt. Fyrst býður Baldur sig fram og hann er prófessor í stjórnmálafræði og hann er mjög pólitískur í sinni tilkynningu. Það eru alls konar pólitískar áherslur sem hann er að kynna þarna. Ég bara, já ókei. Síðan, ég meina, Katrín er bara einn okkar virtasti atvinnupólitíkus. Þegar hún tilkynnir framboð þá átta ég mig á því að þetta er orðið töluvert pólitískara mál heldur en ég hafði…“

 „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna“

Helgi Seljan, annar þáttastjórnandi Pressu, greip þá inn í og spurði Jón hvort hann væri ekki í sama flokki og Baldur Þórhallsson var varaþingmaður fyrir á sínum tíma? Jón sagði að það væri langt síðan hann hefði haft afskipti af pólitík. Helgi spurði hvort hann væri ekki enn í Samfylkingunni, en Jón gekk í Samfylkinguna fyrir Alþingiskosningarnar 2017 en tók ekki sæti á lista flokksins.   

Þá var komið að Jóni að grípa fram í. „Abbabbabba. Hérna, sko, síðan erum við hérna, þið eruð með mjög pólitískar og beinskeyttar spurningar. Ekkert talað hér um heyskap eða sjómennsku.“

Helgi benti þá að það hefði verið til umræðu fyrr í þættinum og spurði svo:  „Eigum við að tala um eitthvað annað?“ Þá hló Jón. „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna,“ sagði Helgi. 

„Nei, en þið voruð að spyrja mig um gagnrýni mína á Katrínu. Gagnrýni mín á Katrínu var í rauninni hugmyndafræðileg, hún er ekki persónuleg gagnvart henni. Mér líkar mjög vel við Katrínu. Með komu hennar inn í þessa kosningabaráttu verður þetta miklu miklu pólitískara,“ svaraði Jón.  

„En þú lítur ekki á sjálfan þig sem pólitíkus?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson, annar þáttastjórnanda. 

„Ég lít ekki á mig sem pólitíkus. Ég starfa ekki sem pólitíkus, ég er sjálfstætt starfandi listamaður á Íslandi,“ sagði Jón.

„Þú ert ekki hljómsveit, þú ert fjöllistamaður,“ sagði Helgi.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár