Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Fjór­ir fram­bjóð­end­ur til embætt­is for­seta Ís­lands mæta í beina úsend­ingu í Pressu á föstu­dag. Þátt­ur­inn verð­ur send­ur út klukk­an 10.00 frá rit­stjórn­ar­skrif­stofu Heim­ild­ar­inn­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son, Jón Gn­arr og Halla Hrund Loga­dótt­ir sitja fyr­ir svör­um.

Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Jón Gnarr, grínisti og leikari, og Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri verða gestir í Pressu næsta föstudag. Það verður í fyrsta sinn sem þau fjögur koma saman í aðdraganda kosninganna. 

Katrín, Baldur, Halla Hrund og Jón hafa mælst með mesta fylgi allra þeirra sem ýmist hafa tilkynnt um framboð sitt formlega eða hafið undirskriftasöfnun til að geta boðið fram. Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn kemur en það mun þó ekki liggja ljóst fyrir fyrr en 1. maí hverjir skiluðu inn gildu framboði. Kosningarnar fara svo fram mánuði síðar, þann 1. júní. 

Útsendingin hefst klukkan 10.00 á föstudag og verður streymt beint á vef Heimildarinnar. Umsjón með þættinum hafa Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn Heimildarinnar. 

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Katrín á eftir að hrynja í fylgi, þegar fólk áttar sig á þessum landráðsgjörningi sem nýtt fiskveiðifrumvarp er!
    4
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Kommonn Heimildin! Hélt að þið væruð yfir þetta hafin?
    -1
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Við verðum að hleypa fleirum að! Hélt ekki að Heimildin tæki þátt í einsleitun í framboðum? Ég mótmæli þessum vinnubrögðum! Halla Tomasdottir á fullt erindi í allar svona kappræður.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár