Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Fjór­ir fram­bjóð­end­ur til embætt­is for­seta Ís­lands mæta í beina úsend­ingu í Pressu á föstu­dag. Þátt­ur­inn verð­ur send­ur út klukk­an 10.00 frá rit­stjórn­ar­skrif­stofu Heim­ild­ar­inn­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son, Jón Gn­arr og Halla Hrund Loga­dótt­ir sitja fyr­ir svör­um.

Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Jón Gnarr, grínisti og leikari, og Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri verða gestir í Pressu næsta föstudag. Það verður í fyrsta sinn sem þau fjögur koma saman í aðdraganda kosninganna. 

Katrín, Baldur, Halla Hrund og Jón hafa mælst með mesta fylgi allra þeirra sem ýmist hafa tilkynnt um framboð sitt formlega eða hafið undirskriftasöfnun til að geta boðið fram. Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn kemur en það mun þó ekki liggja ljóst fyrir fyrr en 1. maí hverjir skiluðu inn gildu framboði. Kosningarnar fara svo fram mánuði síðar, þann 1. júní. 

Útsendingin hefst klukkan 10.00 á föstudag og verður streymt beint á vef Heimildarinnar. Umsjón með þættinum hafa Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn Heimildarinnar. 

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Katrín á eftir að hrynja í fylgi, þegar fólk áttar sig á þessum landráðsgjörningi sem nýtt fiskveiðifrumvarp er!
    4
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Kommonn Heimildin! Hélt að þið væruð yfir þetta hafin?
    -1
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Við verðum að hleypa fleirum að! Hélt ekki að Heimildin tæki þátt í einsleitun í framboðum? Ég mótmæli þessum vinnubrögðum! Halla Tomasdottir á fullt erindi í allar svona kappræður.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár