Forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Jón Gnarr, grínisti og leikari, og Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri verða gestir í Pressu næsta föstudag. Það verður í fyrsta sinn sem þau fjögur koma saman í aðdraganda kosninganna.
Katrín, Baldur, Halla Hrund og Jón hafa mælst með mesta fylgi allra þeirra sem ýmist hafa tilkynnt um framboð sitt formlega eða hafið undirskriftasöfnun til að geta boðið fram. Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn kemur en það mun þó ekki liggja ljóst fyrir fyrr en 1. maí hverjir skiluðu inn gildu framboði. Kosningarnar fara svo fram mánuði síðar, þann 1. júní.
Útsendingin hefst klukkan 10.00 á föstudag og verður streymt beint á vef Heimildarinnar. Umsjón með þættinum hafa Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn Heimildarinnar.
Athugasemdir (3)