Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Fjór­ir fram­bjóð­end­ur til embætt­is for­seta Ís­lands mæta í beina úsend­ingu í Pressu á föstu­dag. Þátt­ur­inn verð­ur send­ur út klukk­an 10.00 frá rit­stjórn­ar­skrif­stofu Heim­ild­ar­inn­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son, Jón Gn­arr og Halla Hrund Loga­dótt­ir sitja fyr­ir svör­um.

Forsetaframbjóðendur mætast í Pressu

Forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Jón Gnarr, grínisti og leikari, og Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri verða gestir í Pressu næsta föstudag. Það verður í fyrsta sinn sem þau fjögur koma saman í aðdraganda kosninganna. 

Katrín, Baldur, Halla Hrund og Jón hafa mælst með mesta fylgi allra þeirra sem ýmist hafa tilkynnt um framboð sitt formlega eða hafið undirskriftasöfnun til að geta boðið fram. Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn kemur en það mun þó ekki liggja ljóst fyrir fyrr en 1. maí hverjir skiluðu inn gildu framboði. Kosningarnar fara svo fram mánuði síðar, þann 1. júní. 

Útsendingin hefst klukkan 10.00 á föstudag og verður streymt beint á vef Heimildarinnar. Umsjón með þættinum hafa Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn Heimildarinnar. 

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Katrín á eftir að hrynja í fylgi, þegar fólk áttar sig á þessum landráðsgjörningi sem nýtt fiskveiðifrumvarp er!
    4
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Kommonn Heimildin! Hélt að þið væruð yfir þetta hafin?
    -1
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Við verðum að hleypa fleirum að! Hélt ekki að Heimildin tæki þátt í einsleitun í framboðum? Ég mótmæli þessum vinnubrögðum! Halla Tomasdottir á fullt erindi í allar svona kappræður.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár