Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjöri munu mætast í Pressu sem sýndur verður klukkan 10 á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar.
Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson hafa hingað til skorað hæst í könnunum. Katrín hefur oftast leitt, en Baldur einnig komist efstur á blað í könnunum í þessari viku. Jón Gnarr mældist lengst af þriðji hæstur en Halla Hrund Logadóttir mældist með meira fylgi en hann í könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið í vikunni.
Það er því öruggt að talsvert meiri spenna verður í þessum forsetakosningum en í ár eða áratugi jafnvel.
Spennan verður síst minni þegar frambjóðendurnir mætast fjögur í Pressu á föstudaginn. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar klukkan 10 og verður fyrri hluti hans opinn öllum.
Athugasemdir (1)