Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fjögur fræknustu í Pressu

Katrín, Bald­ur, Jón Gn­arr og Halla Hrund mæt­ast í fyrsta sinn í kapp­ræð­um í Pressu.

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjöri munu mætast í Pressu sem sýndur verður klukkan 10 á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar. 

Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson hafa hingað til skorað hæst í könnunum. Katrín hefur oftast leitt, en Baldur einnig komist efstur á blað í könnunum í þessari viku. Jón Gnarr mældist lengst af þriðji hæstur en Halla Hrund Logadóttir mældist með meira fylgi en hann í könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið í vikunni.

Það er því öruggt að talsvert meiri spenna verður í þessum forsetakosningum en í ár eða áratugi jafnvel. 

Spennan verður síst minni þegar frambjóðendurnir mætast fjögur í Pressu á föstudaginn. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar klukkan 10 og verður fyrri hluti hans opinn öllum. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár