Í niðurtalningu kvöldfrétta á RÚV eru iðulega sýnd ýmis stutt myndskeið. Síðustu daga hefur eitt þessara myndskeiða sýnt Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda þar sem hún situr með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum.
Fundurinn átti sér stað þann 7. apríl síðastliðinn. Var Katrín, sem var þá enn forsætisráðherra, komin á fund forsetans til að biðjast lausnar til að geta sjálf boðið sig fram til forseta. Á fundinum var lausnarbeiðnin samþykkt en Guðni bað Katrínu að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð.
Á samfélagsmiðlum hafa nokkrar reiðiraddir heyrst vegna sýningu þessa myndskeiðs í vinsælum fréttatíma Ríkisútvarpsins, enda keppir Katrín nú við aðra um að verða næsti íbúi á Bessastöðum.
Viðkvæmt í aðdraganda forsetakosninga
Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir að eftir fréttirnar í gær hafi myndskeiðið sem um ræðir verið tekið úr niðurtalningunni. Hann kannast ekki við að kvartanir hafi borist vegna þessa en segist hafa fengið ábendingu …
Athugasemdir (3)