Ef kosið yrði í dag myndi Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar, fá 27,6 prósent greiddra atkvæða en Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, 26,7 prósent. Munurinn á milli þeirra er langt innan skekkjumarka og því ekki tölfræðilega marktækur.
Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspár Heimildarinnar.
Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er enn þriðji samkvæmt kosningaspánni með 18,3 prósent atkvæða og í fjórða sæti er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með 12,2 prósent. Enginn annar frambjóðandi nær tveggja stafa tölu. Halla Tómasdóttir, sem bauð sig einnig fram til forseta árið 2016 og varð þá önnur, kemst næst því með sex prósent fylgi og Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, nær 3,3 prósent …
Athugasemdir