Sameer Omran og Yazan Kaware, 12 og 14 ára frændur frá Palestínu, sameinuðust í dag fjölskyldum sínum sem sluppu út af Gaza fyrir tilstilli Solaris-samtakanna. „Þeir eru að springa úr gleði – og við öll,“ segir Hanna Símonardóttir, sem hefur fóstrað Yazan síðan í fyrra. Heimildin fjallaði um mál palestínsku drengjanna í desember, en þá stóð til að þeim yrði vísað úr landi.
Hún útskýrir að drengirnir hafi fengið samþykkta vernd í janúar. „En frænda þeirra sem fylgdi þeim hingað var brottvísað því hann samþykkti að aðskilja mál þeirra. Hann þurfti að gera það til að þeir fengju að vera. Þú getur ímyndað þeir sorgina þar á bæ,“ segir Hanna. Magnús, sonur Hönnu, og Anna Guðrún kona hans, hafa fóstrað Sameer.
Hún útskýrir að fljótlega eftir að drengirnir fengu vernd hafi þeir fengið …
Athugasemdir