Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endurheimtu foreldra sína frá Gaza: „Þeir eru að springa úr gleði“

Ung­ir palestínsk­ir dreng­ir sem senda átti úr landi í des­em­ber hafa nú sam­ein­ast for­eldr­um og systkin­um sín­um sem sluppu frá Gaza. „Mað­ur bara grét úr gleði hrein­lega. Það er ekki hægt að segja neitt ann­að en það,“ seg­ir ís­lensk fóst­ur­móð­ir ann­ars þeirra.

Endurheimtu foreldra sína frá Gaza: „Þeir eru að springa úr gleði“
Yazan og Sameer voru í fóstri á Íslandi á meðan þeir biðu þess að sameinast fjölskyldum sínum. Mynd: Golli

Sameer Omran og Yazan Kaware, 12 og 14 ára frændur frá Palestínu, sameinuðust í dag fjölskyldum sínum sem sluppu út af Gaza fyrir tilstilli Solaris-samtakanna. „Þeir eru að springa úr gleði – og við öll,“ segir Hanna Símonardóttir, sem hefur fóstrað Yazan síðan í fyrra. Heimildin fjallaði um mál palestínsku drengjanna í desember, en þá stóð til að þeim yrði vísað úr landi.

Hún útskýrir að drengirnir hafi fengið samþykkta vernd í janúar. „En frænda þeirra sem fylgdi þeim hingað var brottvísað því hann samþykkti að aðskilja mál þeirra. Hann þurfti að gera það til að þeir fengju að vera. Þú getur ímyndað þeir sorgina þar á bæ,“ segir Hanna. Magnús, sonur Hönnu, og Anna Guðrún kona hans, hafa fóstrað Sameer.

Hún útskýrir að fljótlega eftir að drengirnir fengu vernd hafi þeir fengið …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár