Ég drap mig næstum á vinnu

Martyna Daniel lærði það þrí­tug að sama hversu áhuga­verð og skemmti­leg vinna er þá má hún ekki taka yf­ir alla hluta lífs­ins. Hún fór í kuln­un og veik­inda­leyfi en fór svo að starfa á Borg­ar­bóka­safn­inu og vinn­ur í dag sem sér­fræð­ing­ur fjöl­menn­ing­ar­mála þar enda kann hún frönsku, spænsku, pólsku, ensku og ís­lensku.

Ég drap mig næstum á vinnu

Ég heiti Martyna Daniel og ég er á leiðinni í vinnuna á Borgarbókasafninu í Grófinni. Ég vinn þar sem sérfræðingur í fjölmenningamálum og er að skipuleggja viðburði á mörgum tungumálum og virkja þátttöku mismunandi notenda bókasafnsins frá mismuandi menningarheimum og fá fólk til að hittast fyrir utan þeirra eigin tungumálabúbblu.

Ég tala ensku, frönsku og pólsku, ég tala líka spænsku. Mamma mín er frá Póllandi og pabbi frá Suður-Ameríku og ég fæddist í Sviss. Það dýrmætasta sem ég hef lært af starfinu er að gera tilraunir með mismunandi gerðir af lýðræðislegum umræðum. Því hópurinn sem ég er að sinna er jaðarsettur hópur sem er vanur hörku í sinn garð í umræðum. Við erum að gera tilraun núna þar sem við bjóðum fólki í umræðu og lautarferð inni á safninu. Fólk fer úr skónum, sest á gólfið og deilir mat og talar saman.  

Ég held að stærsti lærdómur lífs míns hingað til sé að gleyma því ekki að þrátt fyrir að vinnan sé áhugaverð og heillandi má hún ekki taka yfir alla hluta lífs þíns. Ég var einu sinni í aðstæðum þar sem ég vann allt of mikið fyrir fyrirtæki sem kunni ekki að meta mig og framlag mitt. Ég drap mig næstum á þessari vinnu, ég missti mig og fór í massa kulnun. En síðan kann ég að meta hvert einasta augnablik með vinum mínum, í göngutúrum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að læra þetta svona snemma í lífi mínu en þetta gerðist þegar ég var þrítug. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Menn hvorki eru né ættu að leggjast sem húsdýr undir bónda sem kallar sig vinnuveitanda. Fólkið sem þarf að selja krafta sína er vinnuveitandinn. Höfum það á hreinu. 🙂
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár