Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir talsvert meiri hallarekstri en nýr fjármálaráðherra

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram nýja fjár­mála­áætl­un fyrr í vik­unni þar sem gert er ráð fyr­ir um 53 millj­arða króna halla á rekstri hins op­in­bera ár­ið 2025. Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn birti í gær skýrslu þar sem lagt er mat á stöðu rík­is­fjár­mála fjöl­margra ríkja heims. Þar er gert ráð fyr­ir að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs muni verða um 91 millj­arð­ar króna ár­ið 2025. Spá sjóðs­ins er einnig tals­vert svart­sýnni en áætl­un fjár­mála­ráð­herra til lengri tíma.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir talsvert meiri hallarekstri en nýr fjármálaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra , birti í vikunni nýja fjármálaáætlun þar sem gert ráð fyrir ört batnandi hallarekstri á ríkissjóð á næstu fimm árum. Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dregur hins vegar talsvert dekkri mynd af þróun hallarekstursins. Mynd: Golli

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti í dag skýrslu, þar sem lagt er mat þróun ríkisfjármála hjá 80 mismunandi ríkjum heims. Tilefni skýrslunnar er að leggja mat á stöðu ríkisfjármála í hverju ríki fyrir sig með hliðsjón af þeim fjölmörgu kosningum sem mun fara fram á árinu. 

Í  skýrslunni spáð talsvert meiri hallarekstri á rekstri hins opinbera til lenri tíma en gert ráð fyrir í fjármálaáætlun sem nýr fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti á Alþingi fyrir skömmu.

Í skýrslu AGS er spáð halla sem nemur um 2,1 prósentum vergri landsframleiðslu. Gróflega reiknað er það um 95 milljarða króna halli. Í nýútgefinni fjármálaáætlun er hins vegar gert ráð fyrir um 159 milljarða króna halla árið 2024. Á þessu ári spáir ný fjármáláætlun því talsvert meiri hallarekstri en AGS, eða um 64 milljarða króna meiri. 

Bölsýni til lengri tíma

Hins vegar eru greinendur hjá AGS til lengri tíma svartsýnni en stjórnvöld hér. …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálaáætlun 2025-2029

Fjármálaráð segir nýja fjármálaáætlun reiða sig um of á búhnykki og óútfærðar útgjaldalækkanir
FréttirFjármálaáætlun 2025-2029

Fjár­mála­ráð seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un reiða sig um of á búhnykki og óút­færð­ar út­gjalda­lækk­an­ir

Lít­ið má út af bregða til þess að markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um nái fram að ganga. Í ný­legri álits­gerð sem Fjár­mála­ráð lagði fyr­ir þing­ið er ný fjár­mála­áætl­un gagn­rýnd fyr­ir ógagn­sæi og fyr­ir að reiða sig um of á óút­færð­ar lausn­ir til þess að lækka út­gjöld og auka tekj­ur rík­is­ins.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár