Fréttamál

Fjármálaáætlun 2025-2029

Greinar

Fjármálaráð segir nýja fjármálaáætlun reiða sig um of á búhnykki og óútfærðar útgjaldalækkanir
FréttirFjármálaáætlun 2025-2029

Fjár­mála­ráð seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un reiða sig um of á búhnykki og óút­færð­ar út­gjalda­lækk­an­ir

Lít­ið má út af bregða til þess að markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um nái fram að ganga. Í ný­legri álits­gerð sem Fjár­mála­ráð lagði fyr­ir þing­ið er ný fjár­mála­áætl­un gagn­rýnd fyr­ir ógagn­sæi og fyr­ir að reiða sig um of á óút­færð­ar lausn­ir til þess að lækka út­gjöld og auka tekj­ur rík­is­ins.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir talsvert meiri hallarekstri en nýr fjármálaráðherra
StjórnmálFjármálaáætlun 2025-2029

Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spá­ir tals­vert meiri halla­rekstri en nýr fjár­mála­ráð­herra

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram nýja fjár­mála­áætl­un fyrr í vik­unni þar sem gert er ráð fyr­ir um 53 millj­arða króna halla á rekstri hins op­in­bera ár­ið 2025. Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn birti í gær skýrslu þar sem lagt er mat á stöðu rík­is­fjár­mála fjöl­margra ríkja heims. Þar er gert ráð fyr­ir að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs muni verða um 91 millj­arð­ar króna ár­ið 2025. Spá sjóðs­ins er einnig tals­vert svart­sýnni en áætl­un fjár­mála­ráð­herra til lengri tíma.

Mest lesið undanfarið ár