Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Drekaspíran átti að vernda Kauphöllina gegn eldsvoðum: Af stórveldisdraumum Kristjáns 4.

Flest hús í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar hafa mátt þola elds­voða oft­ar en einu sinni. En drek­arn­ir á dreka­spírunni voru tald­ir vernda Kaup­höll­ina.

Drekaspíran átti að vernda Kauphöllina gegn eldsvoðum: Af stórveldisdraumum Kristjáns 4.
Kristján 4. réði því sjálfur hvernig spíran með drekunum var.

Kaldhæðnislegt er að táknrænn tilgangur drekaspírunnar sem bruninn í Kaupmannahöfn felldi af húsi Kauphallarinnar í morgun átti einmitt að vera að vernda bygginguna fyrir eldsvoðum og tjóni af völdum óvina höfuðborgarinnar.

Bygging hússins hófst árið 1620 og var að mestu lokið aðeins fjórum árum síðar, en drekaspíran var svo sett upp ári seinna. Arkitekt hússins hét Hans van Steenwinckel og var ættaður frá Hollandi. Faðir hans var byggingaverktaki og steinsmiður sem Friðrik 2. Danakóngur fékk til Kaupmannahafnar á ofanverðri 16. öld til að vinna við bygging Krónborgarkastala.

Drekarnir á spírunni sem nú er fallin.

Hans og Lorenz bróðir hans ílentust í Danmörku og gerðust báðir arkitektar. Það var raunar Lorenz sem var upphaflega ráðinn til þess að teikna Kauphöllina og stýra byggingu hennar en vinna var varla hafin við að undirbúa jarðveginn 1619 þegar Lorenz lést og þá var Hans bróðir hans fenginn í verkið í staðinn.

Það var Kristán 4., sonur Friðriks 2., sem lét reisa Kauphöllina. Hann átti sjálfur hugmyndina að drekaspírunni sem flugeldastjóri hans, eða „fyrværkerimester“, teiknaði.

Á vef danska viðskiptaráðsins, sem hefur haft aðsetur í húsinu, má lesa þessar setningar:

„Drekarnir áttu að sögn að vernda húsið fyrir eldi. Það hefur einmitt tekist mjög vel. Flest nágrannahúsanna og Kristjánsborgarhöll hafa staðið í ljósum logum gegnum tíðina en drekarnir hafa passað upp á Kauphöllina.“

Þangað til núna.

Kristján 4. varð kóngur aðeins 11 ára 1588 og átti eftir að ríkja í nærri 60 ár eða þar til hann lést 1648.

Það var ekki aðeins löng valdatíð sem gerir Kristján 4. merkan í danskri sögu. Hann var einhver litríkasti og stórbrotnasti konungur Danmerkur (og þar með Íslands), risi að vexti og hamhleypa til drykkju — svo að Bretar höfðu aldrei séð jafn hraustan drykkjumann þegar hann fór í heimsókn til London í byrjun 17. aldar.

Lengst af háði ofdrykkjan honum furðu lítið, því þó hann væri yfirleitt borinn meðvitundarlaus til sængur þegar langt var liðið á nótt var hann komin á fætur í dögun, iðandi af kæti og starfsorku.

Þrek hans var ótæmandi og hann var staðráðinn í að gera Danmörku að stórveldi á evrópska vísu. Kauphöllina lét hann einmitt reisa því hann hugðist gera Kaupmannahöfn af miðstöð verslunar í Norður-Evrópu, og náði reyndar þó nokkrum árangri á því sviði.

Verr gekk þegar Kristján hugðist afla sér og löndum sínum hernaðarfrægðar með því að taka þátt í 30 ára stríðinu sem geisaði í Þýskalandi 1618-1648. Kristján fór með her suður til Þýskalands 1626 en reyndist lítill bógur sem hershöfðingi og varð að semja frið við fjendur sína fáeinum árum síðar.

Kaupmannahöfn á dögum Kristjáns 4.

Ein af afleiðingum af þessu stríðsbrölti Kristjáns var sú að danski flotinn var önnum kafinn suður í Eystrasalti 1627 og því voru engin herskip send til Íslands það sumar eins og þó var vani.

Því varð ekkert til varnar þegar sjóræningjaskip „Tyrkja“ komu siglandi til landsins og rændu fólki til að selja í þrælahald.

Þar fyrir utan er Kristján þekkastur (og alræmdastur) í Íslandssögunni fyrir að hafa komið á einokunarverslunni alræmdu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár