Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
Útvarpsstjóri Í ársreikningi RÚV kemur fram að heildarlaun Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra hafi verið 35 milljónir króna í fyrra, eða 2,9 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Mynd: Ragnar Visage

RÚV hagnaðist um 6,1 milljón króna í fyrra eftir að hafa tapað 164 milljónum króna árið áður. Rekstrartekjur opinbera fjölmiðlafyrirtækisins jukust um 817 milljónir króna milli ára og hafa vaxið um tæplega 1,7 milljarð króna á tveimur árum. Þær voru samtals 8,7 milljarðar króna á síðasta ári. 

Rekstr­ar­hagn­aður jókst um 147 milljónir króna milli ára og var 484 millj­ónir króna. Hrein fjár­magns­gjöld voru svipuð, eða 478 milljónir króna. Því fór þorri rekstrarhagnaðarins í að borga af skuldum á árinu 2023.

„Annar rekstrarkostnaður“, sem er ekki sérstaklega skilgreindur, var um 4,1 milljarðar króna á árinu 2023 á meðal að laun og launatengdur kostnaður jókst um tæplega 15 prósent og var tæplega 3,7 milljarðar króna.  Gengið hefur nokkuð á eigið fé RÚV á undanförnum árum en eiginfjárhlutfallið var 28,5 prósent árið 2018. Um síðustu áramót var það komið niður í 19,1 prósent. Óráðstafað eigið fé helmingaðist milli ára og var 187 milljónir …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Spörum með því að hætta við þátttölu í Eurovision
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár