Innviðaráðuneytið telur sig ekki geta tekið tekið til athugunar ráðningarferli Lúðvíks Arnar Steinarssonar í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúar úr minnihlutanum í Garðabæ, Sara Sögg Svanhildardóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Brynja Dan óskuðu eftir þessu við ráðuneytið í bréfi í byrjun febrúar.
Innviðaráðuneytið hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart sveitarfélögum. Ráðuneytið telur hins vegar að málið falli utan við þetta eftirlitshlutverks þess þar sem um sé að ræða starfsmannamál. „Telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins,“ segir í bréfi um málið sem dagsett er þann 8. apríl.
„Telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins“
Fjölþætt tengsl við Sjálfstæðisflokkinn
Heimildin fjallaði um ráðningu Lúðvíks Arnar í starfið í byrjun febrúar síðastliðinn en nokkur umræða var um málið í fjölmiðlum vegna þess að hann hefur starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um margra ára …
Athugasemdir (1)