Búið er að draga úr viðurlögum við mistökum og slysum í sjókvíaeldi á laxi í frumvarpi fyrrverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, sem nú hefur verið dreift á þingi. Þetta gerðist í kjölfarið á því að farið hefur verið yfir athugasemdir og umsagnir um frumvarpið sem meðal annars hafa komið frá hagsmunaaðilum í laxeldi og einnig í laxveiði og náttúruvernd.
Viðurlög við slysasleppingum á eldislaxi voru meiri í lagafrumvarpi matvælaráðherra þegar það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og áttu laxeldisfyrirtæki að geta misst hluta af framleiðslukvóta sínum ef slysasleppingar á eldislaxi kæmu upp hjá þeim. Í staðinn eiga þau nú að greiða fjársektir. Í öðrum tilfellum er búið að fjarlægja viðurlög alveg við tilteknum slysum og munu laxeldisfyrirtækin ekki einu sinni þurfa að greiða fjársektir.
Í 48. grein frumvarpsins sagði meðal annars um svokallaðan „þekktan strokatburð“, það er …
Athugasemdir (2)