Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefur gengið á eftir Ástþóri í 19 ár vegna ógreidds reiknings

Ár­ið 2005 sendi Stein­þór Gríms­son at­hafna­mann­in­um Ást­þóri Magnús­syni reikn­ing upp á rúm­ar 30 þús­und krón­ur á þávirði. Hann hef­ur ekki enn feng­ist greidd­ur þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar til­raun­ir í ár­anna rás. Ást­þór þver­tek­ur fyr­ir að skulda mann­in­um, sem og öðr­um, nokk­uð.

Hefur gengið á eftir Ástþóri í 19 ár vegna ógreidds reiknings
Ástþór Magnússon lætur sig hverfa fyrir utan þá mánuði sem hann stendur í kosningabaráttu, að sögn viðmælanda. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Árið 2005 mun athafnamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hafa lent í tölvuvandræðum. Maður að nafni Steinþór Bjarni Grímsson kom og gerði við tölvuna hans. Hann vildi fá 31.125 krónur á þávirði greiddar fyrir þriggja tíma vinnu. 

Ástþór hefur hins vegar þráast við að greiða Steinþóri og þvertekið fyrir að hann hafi unnið nokkuð fyrir sig. Reikningurinn er því enn ógreiddur tæpum tveimur áratugum síðar. 

„Ég sendi honum reikninginn og hann bara hverfur,“ segir Steinþór í samtali við Heimildina. „Því hann kemur bara á fjögurra ára fresti til landsins. Þá næ ég ekkert í hann til að rukka þetta. Þetta er ekki það há upphæð – mér finnst bara leiðinlegt að gefa alveg eftir.“

 Steinþór segir að fjárhæðin sem Ástþór skuldi sér sé um 85 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. En það mun vera andvirði um þriggja tíma vinnu að núvirði. „Ég er ekkert að reikna dráttarvexti á þessu,“ …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PK
    Pétur Kristjánsson skrifaði
    Tæpar 30,000 kr á tímann?
    0
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Áfram Steinþór!
    Þú átt stuðning margra vísan, og kannski að þetta verði hvatning til annara sem eiga inni pening hjá Ástþóri til að stíga fram.
    Þetta endar kannski í hópmálssókn.
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Svo er það annar forsetaframbjóðandi sem ég seldi mótorhjól 1981 og sem hefur aldrei borgað hjólið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að rukka hann, mörghundruð skipti þar sem ég og fleiri reyndum að rukka hann um hjólið eða greiðslu frá 1981, í 43 ár. Hann er núna kominn í forsetaframboð með slagorðin: "... er með mikla réttlætiskennd ...“ :)
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Ég þakka Ragnhildi og Heimildinn fyrir þessa grein.
    Þess má geta eftir að þessi grein var skrifuð, að Gunnar hjá islandus.com hafði samband við mig á fimmtudaginn þann 11. og bar skilaboð á milli Ástþórs og mín í nokkrum símtölum. Þar bauðst Ástþór til að borga upphaflega reikninginn og ekkert annað. Gunnar bætti um betur og bauð 50.000 með VSK til þess að ljúka málinu en ég bauð honum á móti að það væri 50.000 plús VSK. Gunnar fór með það til Ástþórs en hann neitaði. Þannig standa málin í dag. Það kemur ekki nægilega skýrt fram í greininni en ég er með staðfestingu frá Ástþóri að hann ætlaði að borga reikninginn á sínum tíma og einnig hafði bókari hans sem er hætt núna, staðfest að ég ætti að senda reikninginn á Álftarborgir ehf. en ekki Frið 2000 eins og Ástþór gaf mér upphaflega upp en leiðrétti síðar. Gunnar sagði líka að Ástþór bað um að reikningurinn yrði stílaður á Íslandus núna síðast. Ég er búinn að senda alla söguna sem ég á í tölvupóstum á Ástþór, tvisvar sinnum fyrir nokkrum árum en hann er farinn að kalka. En sagan lengist.
    Upphaflega hafði sameinginlegur kunningi okkar samband við mig vegna þess að strákur sem hafði verið að vinna fyrir Ástþór og kannski ekki fengið greitt, lokað og læst server sem Friður 2000 átti og rak upp í Vogarseli. Ég fór með þessum kunningja okkar upp í Vogasel og komst inn á serverinn og opnaði hann. Með ferðum og vinnu var þetta um 3 tímar. Á meðan drukku Ástþór og kunningi okkar kannski kaffi en ég gerði það ekki, ég drekk bara te.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár