Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Matvælaráðuneyti snuprar atvinnuveganefnd og nýjan ráðherra

Mat­væla­ráðu­neyt­ið tel­ur að ný lög sem und­an­skilji stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði frá sam­keppn­is­lög­um gangi mögu­lega gegn EES-samn­ingn­um. Mat­væla­ráð­herra lagð upp­haf­legt frum­varp fram en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar gjör­breytti því á síð­ustu stundu. Í bréfi sem ráðu­neyt­ið sendi nefnd­inni í gær eru lög­in og vinnu­brögð meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar gagn­rýnd harð­lega.

Matvælaráðuneyti snuprar atvinnuveganefnd og nýjan ráðherra
Sögð hafa gengið allt of langt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingkona VG og Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar, fá á sig harða gagnrýni frá matvælaráðuneytinu ásamt öðrum í meirihluta nefndarinnar í bréfi sent var nefndinni í gær. Bjarkey tekur við matvælaráðuneytinu á morgun. Mynd: Samsett / Heimildin

„Með hinum nýju lögum er framleiðendafélögum veitt mun víðtækari undanþága frá samkeppnislögum, þar sem samrunaeftirlit er einnig undanþegið og ekki gerð krafa um eignarhald eða stjórn bænda í framleiðendafélögum.“

Þetta er meðal þess sem segir í bréfi sem matvælaráðuneytið hefur sent atvinnnuveganefnd Alþingis vegna nýsamþykktra breytinga á búvörulögum. Í því eru breytingar og vinnubrögð atvinnuveganefndar gagnrýndar og fjölmargar athugasemdir gerðar við endanlega útgáfu laganna.

Ráðuneytið bendir sérstaklega á að sérfræðingar úr fagráðuneytinu hafi ekki verið boðaðir á fund nefndarinnar þegar meirihluti nefndarinnar gerði hinar miklu og umdeildu breytingar á frumvarpinu, einungis nokkrum dögum áður en það var lagt fram til endanlegrar staðfestingar á þingi.

Formaður atvinnuveganefndar hefur upplýst um að við breytingu frumvarpsins hafi hann fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem höfðu ríka hagsmuni af því að ná í gegn þeim breytingum sem síðan rötuðu í endanlega lög.

Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, VR, Félag Atvinnurekenda og fleiri hafa gagnrýnt lögin harðlega og ekki síður vinnubrögð nefndarinnar við setningu þeirra. Meðal annars hefur verið bent á að verulegur vafi leiki á því hvort lögin séu í samræmi við EES-samninginn.

Nú síðast gagnrýndi fyrrverandi formaður Bændasamtakanna lögin harðlega í viðtali við Heimildina. Sagði hann þau fyrst og fremst sett til hagsbóta fyrir fyrirtæki í landbúnaði, sérstaklega þau stærstu, sem þegar hafi mest um kjör bænda að segja. 

„Afurðastöðvarnar stýrðu þessu. Það voru ekki bændur sem gerðu það, það er langur vegur frá,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, í samtali við Heimildina. „Eins og þetta er núna er ekkert í lögunum sem getur tryggt það að bændur njóti afrakstursins. Það er bara þannig.“

Gunnar tapaði formannskosningu í Bændasamtökunum nokkrum vikum fyrir breytingu laganna, sem nýr formaður studdi eindregið. Fyrrverandi stjórn samtakanna var ekki ein um að gjalda varhug við lögunum eins og þau birtust endanlega eftir páska. Yfirlögfræðingur Bændasamtakanna gerði það einnig í aðsendri grein á Vísi.

Bændur veikari eftir

Matvælaráðuneytið tekur í bréfi sínu til atvinnuveganefndar, sem dagsett er í gær, undir meginhluta þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram. Ráðuneytið telur meðal annars að lögin gangi þvert á upphaflegan tilgang sinn, að rétta hag bænda. 

Hagur og réttur bænda hafi beinlínis verið skertur í breytingum atvinnuveganefndar. Til að mynda hafi meirihluti nefndarinnar fellt niður kröfu um að einungis fyrirtæki í meirihlutaeigu bænda, eða undir stjórn þeirra, fengju þær undanþágur sem veita átti frá Samkeppnislögum.

Atvinnuveganefnd hafi með breytingum frumvarpsins gengið svo langt í hina áttina  að fyrirtæki sem eingöngu flytji inn landbúnaðarafurðir og jafnvel þau sem hafi enga starfsemi sem tengist landbúnaði geti „fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins.“

Meiri og fleiri 

Ráðuneytið bendir einnig á að breytingar nefndarinnar hafi stóraukið undanþágur fyrirtækja frá samkeppnislögum, langt umfram það sem til stóð. Meðal annars séu fyrirtækin fríuð eftirliti við samruna auk þess sem verulega sé málum blandið hvaða eftirlit muni yfirhöfuð verða með því að lögin nái yfirlýstum markmiðum sínum um að rétta hag bænda og neytenda.

Þá bendir ráðuneytið einnig á að meirihluti atvinnuveganefndar hafi tekið út ákvæði sem kvað á um fjárhagslegan aðskilnað félaga bænda frá annarri starfsemi. Þar er um að ræða kröfu sem samtök bænda hafa lengi haldið á lofti.

Þá sé misræmi í þeim texta laganna sem breytt var og álits meirihluta nefndarinnar, sem stóð að breytingunni. Það eitt og sér valdi misskilningi sem þurfi að leiðrétta.

Samandregið segir undir lok bréfs ráðuneytisins, sem undirritað er af skrifstofustjóra landbúnaðar í matvælaráðuneytinu og staðgengli hennar:

„Breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðförum þingsins ganga mun lengra en hið upprunalega frumvarp. Með hinum nýju lögum er framleiðendafélögum veitt mun víðtækari undanþága frá samkeppnislögum, þar sem samrunaeftirlit er einnig undanþegið og ekki gerð krafa um eignarhald eða stjórn bænda í framleiðendafélögum.“

Efast um að lögin standist EES-samninginn

Að lokum tekur ráðuneytið undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins um áhrif laganna gagnvart skuldbindingum samkvæmt EES-reglum, einkum 53. grein EES-samningsins. Ljóst er að áhrifamat hins upprunalega frumvarps nær ekki til svo víðtækra breytinga líkt og ákveðið var að gera á lögunum í meðförum þingsins.

Umrætt ákvæði EES-samningsins segir skýrt að „bannað“ sé og ósamrýmanlegt framkvæmd samningsins, allir „samningar milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka fyrirtækja og samstilltar aðgerðir sem geta haft áhrif á viðskipti milli samningsaðila“ þegar markmiðið eða afleiðingarnar séu þær að koma í veg fyrir, takmarka eða raska samkeppni.

Sérstaklega er þetta sagt eiga við um ákvörðun kaup- og söluverðs, það að koma sér saman um framleiðslu, markaðsskiptingu og það að mismuna viðskiptaaðilum. 

Matvælaráðuneytið gengur lengra en að taka undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins, heldur segist ráðuneytið beinlínis búast við því að lagasetningin, sem byggði á beytingum meirihluta atvinnuveganefndar, kalli á viðbrögð vegna mögulegra brota EES-samningsins.

„Búist er við að fyrirspurn berist frá ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] til íslenskra stjórnvalda í tengslum við lagabreytingarnar.“

Gagnrýna ráðherrann sem mætir á morgun

Það vekur óneitanlega athygli að með gagnrýnni sinni og aðfinnslum á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis er ráðuneytið beint og óbeint að gagnrýna verk konunnar sem á morgun tekur við lyklavöldum í þessu sama ráðuneyti. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, hefur setið í atvinnuveganefnd og sem slík stóð hún að og undirritaði breytingar sem meirihluti nefndarinnar gerði og gagnrýnin beinist að. Bjarkey mun á morgun taka við sem matvælaráðherra af Svandísi Svavarsdóttur, flokkssystur sinni, sem færist yfir í innviðaráðuneytið í  ráðherrakaplinum sem fór í gang eftir brotthvarf forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur.

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þröstur Haraldsson skrifaði
    Hvaða ráðherra var í matvælaráðuneytinu þegar bréfið var sent?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Leikhúsið við Austurvöll sýnir eingöngu leikverk þar sem spillingin er opinberuð grímulaust, þar sem siðleysi stjórnmálanna er afhjúpað, þar sem sérhyglin er afhjúpuð á kostnað almennings.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Meiri grínistinn þessi Þórarinn Ingi Pétursson 🤢

    „Formaður atvinnuveganefndar hefur upplýst um að við breytingu frumvarpsins hafi hann fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem höfðu ríka hagsmuni af því að ná í gegn þeim breytingum sem síðan rötuðu í endanlega lög.“
    2
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Mega allir vera Samskip og Eimskip núna?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár