Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans

Laun þriggja kven­lækna á Barna­spítal­an­um reynd­ust lægri en laun fimm karl­kyns lækna sem voru ráðn­ir á eft­ir þeim. Kon­urn­ar unnu sam­an að því að leið­rétta laun­in og hafa laun þeirra ver­ið leið­rétt. Þá fengu lækn­arn­ir einnig aft­ur­virk­ar bæt­ur á launam­is­mun­in­um.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans
Landspítalinn segir að markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnustaðnum.

Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Helga Elídóttir og Berglind Jónsdóttir barnalæknar réðu sig til Landspítalans árið 2019 eftir sérnám og vinnu erlendis. Hafði Jóhönnu verið sagt í hvaða launaflokki hún ætti að vera í. Þegar hún óskaði hún eftir því að ræða launakjörin var henni tjáð að það væri almennt ekki gert. Fimm karlkyns barnalæknar voru ráðnir til Barnaspítalans á eftir þeim þremur og allir fengur þeir hærri laun en þær. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins

Launin þeirra hafa nú verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt en þær stóðu í þeirri trú að allir sætu við sama borð, „sem var alls ekki“ sagði Helga. „Svikin svíða og ég var mjög reið. Á sama tíma vorum við staðráðnar í að fá þetta leiðrétt.“ Vert er að taka fram að Landspítalinn er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Jóhanna Guðrún, Helga og Berglind unnu saman að því að fá laun sín leiðrétt. Þegar þær sóttu um og fengu uppgefin laun allra sérfræðilækna deildarinnar uppgvötvuðu þær að menntun og staða karlkyns lækna var metin hærra en þeirra. Í kjölfar kjarabaráttu þeirra þriggja hafa fleiri kvenlæknar farið að kannað sína stöðu og hefur Læknablaðið heimildir fyrir því að fleiri konur að störfum í heilbrigðiskerfinu hafi fengið laun sín leiðrétt. 

Minnisblað ekki nýtt við ráðningar

Í kjarasamningum lækna eru laun metin eftir námsferli og starfsaldri. Sérfræðilæknar hækka um einn launaflokk og tvo fyrir doktorspróf. Eftir það er hægt að hækka um fimm launaflokka sem er metið huglægt hverju sinni. Árið 2016 gaf Landspítalinn út minnisblað þar sem viðbótarþættirnir voru kynntir til sögunnar. 

Konurnar þrjár komust að því eftir að hafa rannsakað málið að minnisblaðið hefði ekki verið nýtt þegar þær voru ráðnar til starfa árið 2019. Hins vegar hafi verið farið eftir matsatriðum minnisblaðsins þegar karlkyns læknarnir voru ráðnir í sín störf. 

„Þær benda á að þrátt fyrir minnis-blaðið virðist þó sem stífar sé horft á rammann í tilfelli kvenna. Útreikningar þeirra þriggja hafi sýnt að konur á Barnaspítalanum höfðu að meðaltali 3,15 viðbótarþætti þegar karlar voru með 3,8. „Munurinn er 20% körlum í vil,““ sagði Helga í grein Læknablaðsins. 

Fengu launin leiðrétt afturvirkt

Laun kvennanna voru leiðrétt afturvirkt af Landspítalanum en þær benda á að yfirmaður hafi átt að geta séð þennan launamismun, sérstaklega í ljósi þess að þeim tókst að koma auga á mismuninn á nokkrum klukkustundum.

Í greininni segir launin hafi verið leiðrétt afturvirkt „eftir að þær höfðu undirbúið ítarlega kæru til Kærunefndar jafnréttismála og sent afrit hennar til forstjóra, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs og framkvæmdastjóra mannauðssviðs.“

Launamunurinn kom konunum ekki á óvart. „Við kvenkyns læknar þekkjum mjög vel að þurfa að berjast fyrir því að fá ákveðna hluti, gera ákveðna hluti og vera metnar að verðleikum,“ segir Jóhanna við Læknablaðið.

Helga sagði að hún væri sátt við málalokin. Þetta hafi brotið traust hennar til vinnuveitandans og mun hún því bera árlega saman laun sín við hina læknana á vinnustaðnum og fylgjast grannt með málunum. 

Landspítalinn réðst í ítarlega skoðun

Eftir ábendingu kvennanna fór Landspítalinn í ítarlega skoðun á launasetningu sérfræðilækna þvert á svið spítalans. „Þetta segir í svari við fyrirspurnum Læknablaðsins til spítalans. Spítalinn haldi ekki miðlægt utan um mál er varða launaleiðréttingar. Hann viti af launahækkunum 11 kvenlækna og 7 karllækna en ekki ástæðuna. Launamunur kynjanna sé nú mældur 1,4% körlum í vil.“

Í svörum Landspítalans til Læknablaðsins sagði að jafnlaunavottun sé á vinnustaðnum frá árinu 2020. Markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun. Þau vilja að launamunur á föstum mánaðargreiðslum mælist ekki meira en 2,5%. 

„Kynbundinn leiðréttur launamunur á Landspítala mældist 1,7% (karlar hærri) á árinu 2023 og á árinu 2024 mælist hann 1,4% (karlar hærri).“ Enginn sérfræðilæknir komi upp í útlagagreiningu jafnlaunagreiningarinnar undir vikmörkum, en Landspítali notar 20% vikmörk í útlagagreiningu. „Markmiðið er að lækka þessi vikmörk niður í 15% við næstu úttekt,“ kemur fram í grein Læknablaðsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár