Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans

Laun þriggja kven­lækna á Barna­spítal­an­um reynd­ust lægri en laun fimm karl­kyns lækna sem voru ráðn­ir á eft­ir þeim. Kon­urn­ar unnu sam­an að því að leið­rétta laun­in og hafa laun þeirra ver­ið leið­rétt. Þá fengu lækn­arn­ir einnig aft­ur­virk­ar bæt­ur á launam­is­mun­in­um.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans
Landspítalinn segir að markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnustaðnum.

Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Helga Elídóttir og Berglind Jónsdóttir barnalæknar réðu sig til Landspítalans árið 2019 eftir sérnám og vinnu erlendis. Hafði Jóhönnu verið sagt í hvaða launaflokki hún ætti að vera í. Þegar hún óskaði hún eftir því að ræða launakjörin var henni tjáð að það væri almennt ekki gert. Fimm karlkyns barnalæknar voru ráðnir til Barnaspítalans á eftir þeim þremur og allir fengur þeir hærri laun en þær. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins

Launin þeirra hafa nú verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt en þær stóðu í þeirri trú að allir sætu við sama borð, „sem var alls ekki“ sagði Helga. „Svikin svíða og ég var mjög reið. Á sama tíma vorum við staðráðnar í að fá þetta leiðrétt.“ Vert er að taka fram að Landspítalinn er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Jóhanna Guðrún, Helga og Berglind unnu saman að því að fá laun sín leiðrétt. Þegar þær sóttu um og fengu uppgefin laun allra sérfræðilækna deildarinnar uppgvötvuðu þær að menntun og staða karlkyns lækna var metin hærra en þeirra. Í kjölfar kjarabaráttu þeirra þriggja hafa fleiri kvenlæknar farið að kannað sína stöðu og hefur Læknablaðið heimildir fyrir því að fleiri konur að störfum í heilbrigðiskerfinu hafi fengið laun sín leiðrétt. 

Minnisblað ekki nýtt við ráðningar

Í kjarasamningum lækna eru laun metin eftir námsferli og starfsaldri. Sérfræðilæknar hækka um einn launaflokk og tvo fyrir doktorspróf. Eftir það er hægt að hækka um fimm launaflokka sem er metið huglægt hverju sinni. Árið 2016 gaf Landspítalinn út minnisblað þar sem viðbótarþættirnir voru kynntir til sögunnar. 

Konurnar þrjár komust að því eftir að hafa rannsakað málið að minnisblaðið hefði ekki verið nýtt þegar þær voru ráðnar til starfa árið 2019. Hins vegar hafi verið farið eftir matsatriðum minnisblaðsins þegar karlkyns læknarnir voru ráðnir í sín störf. 

„Þær benda á að þrátt fyrir minnis-blaðið virðist þó sem stífar sé horft á rammann í tilfelli kvenna. Útreikningar þeirra þriggja hafi sýnt að konur á Barnaspítalanum höfðu að meðaltali 3,15 viðbótarþætti þegar karlar voru með 3,8. „Munurinn er 20% körlum í vil,““ sagði Helga í grein Læknablaðsins. 

Fengu launin leiðrétt afturvirkt

Laun kvennanna voru leiðrétt afturvirkt af Landspítalanum en þær benda á að yfirmaður hafi átt að geta séð þennan launamismun, sérstaklega í ljósi þess að þeim tókst að koma auga á mismuninn á nokkrum klukkustundum.

Í greininni segir launin hafi verið leiðrétt afturvirkt „eftir að þær höfðu undirbúið ítarlega kæru til Kærunefndar jafnréttismála og sent afrit hennar til forstjóra, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs og framkvæmdastjóra mannauðssviðs.“

Launamunurinn kom konunum ekki á óvart. „Við kvenkyns læknar þekkjum mjög vel að þurfa að berjast fyrir því að fá ákveðna hluti, gera ákveðna hluti og vera metnar að verðleikum,“ segir Jóhanna við Læknablaðið.

Helga sagði að hún væri sátt við málalokin. Þetta hafi brotið traust hennar til vinnuveitandans og mun hún því bera árlega saman laun sín við hina læknana á vinnustaðnum og fylgjast grannt með málunum. 

Landspítalinn réðst í ítarlega skoðun

Eftir ábendingu kvennanna fór Landspítalinn í ítarlega skoðun á launasetningu sérfræðilækna þvert á svið spítalans. „Þetta segir í svari við fyrirspurnum Læknablaðsins til spítalans. Spítalinn haldi ekki miðlægt utan um mál er varða launaleiðréttingar. Hann viti af launahækkunum 11 kvenlækna og 7 karllækna en ekki ástæðuna. Launamunur kynjanna sé nú mældur 1,4% körlum í vil.“

Í svörum Landspítalans til Læknablaðsins sagði að jafnlaunavottun sé á vinnustaðnum frá árinu 2020. Markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun. Þau vilja að launamunur á föstum mánaðargreiðslum mælist ekki meira en 2,5%. 

„Kynbundinn leiðréttur launamunur á Landspítala mældist 1,7% (karlar hærri) á árinu 2023 og á árinu 2024 mælist hann 1,4% (karlar hærri).“ Enginn sérfræðilæknir komi upp í útlagagreiningu jafnlaunagreiningarinnar undir vikmörkum, en Landspítali notar 20% vikmörk í útlagagreiningu. „Markmiðið er að lækka þessi vikmörk niður í 15% við næstu úttekt,“ kemur fram í grein Læknablaðsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár