Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Flestir vilja að Katrín verði næsti forseti

Sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu er Katrín Jak­obs­dótt­ir, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, sig­ur­strang­leg­asti for­setafram­bjóð­and­inn. Þar á eft­ir kem­ur Bald­ur Þór­halls­son.

Flestir vilja að Katrín verði næsti forseti
Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á föstudaginn. Mynd: Golli

Tæpur þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu segjast myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ef kosið væri til forseta núna. Var hún vinsælust þeirra frambjóðenda sem afstaða var tekin til. 

Næstvinsælastur er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, en tæp 27% sögðust vilja kjósa hann. Á eftir honum koma Jón Gnarr leikari, Halla Tómasdóttir forstjóri og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.

Könnunin fór fram 5.-8. apríl. Svarendur voru 819. 

Katrín er áberandi vinsælust meðal elstu kynslóðarinnar en flestir þeir sem völdu hana voru sextugir eða eldri. Vinsældir hennar fara minnkandi eftir því sem svarendurnir yngjast. Jón Gnarr sækir, ólíkt Katrínu, mest fylgi sitt í aldurshópinn 18-29 ára en langminnst í hóp eldri en 60 ára. 

93,1% þeirra sem sögðust myndu kjósa Vinstri græna ef kosið væri til Alþingis í dag segjast myndu kjósa Katrínu. Kjósendur Pírata voru ólíklegastir til að kjósa hana. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Nei takk!!!
    0
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Satt að segja finnst mér merkilegast við þessa könnun sem gerð er þegar allar fréttir og umfjöllun snérust um Katrínu Jakobsdóttur og fyrirætlanir hennar, hve hátt fylgi Baldurs þórhallssonar slagar í hennar. Katrín er svo að auki bersýnilega uppáhald lykil fréttmanna svo sem Heimis Más á Stöð tvö, svo öll umfjöllunin var mjög jákvæð i hennar garð — Samt munar ekki nema nokkrum prósentum á þeim. Það mun harna í dalinn fyrir Katrínu núna og spurning hvort hún haldi fylgi umfram Baldur við meira jafnræði í umfjöllun og athygli.
    Þessi slagsíða fréttafólksins sést vel á þessari fyrirsögn Heimildarinnar. „Flestir vilja að Katrín verði næsti forseti“?
    Hvað merkir orðið „flestir“? — Er þriðjungur flestir? Eða er meirihluti flestir?
    Skv Málfarsbanka Árnastofnunar merkir „Flestir“ mikinn meirihluta eimhvers.
    Hér notar fréttamaður það um minna en þriðjung þegar sá næsti er samt með 27% og mismunurnn því einungis 6%.
    Orðrétt segir í Málfarsbanka Árnastofnunar: „Þegar orðið flestir er notað er átt við mikinn meirihluta einhvers.„
    https://malfar.arnastofnun.is/grein/70180
    Þetta varpar því ljósi á mikla slagsíðu fréttamiðilsins við þessa umfjöllun í þágu Katrínar og ímyndasköpunar hennar sem sjálfkrafa val kjósenda á henni fyrir forseta.
    2
  • Ég held að Katrín muni fara með þetta embætti með sóma. Ef Baldur væri ekki býst ég við að stór hluti hans styðjenda myndi kjósa Katrínu eða Höllurnar tvær. Jón Gnarr fær ekki mitt atkvæði. Ég vil forseta sem býr ekki til grínþátt um embættið eftir forsetatíð sína
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Að skipta um hest í miðri á hefur sjaldan þótt góð ráðstöfun.
    Er ekki viss um að Katrínu takist það.
    2
  • Heimir Jónsson skrifaði
    Flestir vilja Katrínu? Tæp 70% vilja alls ekki Katrínu
    5
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þetta er skelfileg niðurstaða
    4
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver er ábyrgur fyrir þessari könnun ?
    Ég fékk að taka þátt , og uppsetning á henni var ekki eins og áður ?
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Er elsta kynslóðin í samfélaginu okkar orðin brjáluð, enginn stjórnmálamaður hefur farið jafn illa með ykkar kynslóð og einmitt Katrín Jak.
    9
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Eldri kynslóðir í flestum samfélögum hafa verið að kjósa yfir okkur allskyns niðurrifsöfl; Erdogan, Orban, Brexit, Trump, og ýmislegt fleira í þeim dúr.
      Stóra spurningin er hvort það sé auðveldara að afvegaleiða eldra fólk, til dæmis á samfélagsmiðlum eða í gegnum skekkta miðla á borð við Breibart og Fox?
      4
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      @Sveinn í Felli
      Gott innlegg hjá þér.
      En þú hefðir mátt hafa útvarp sögu með í upptalningunni á skekktum miðlum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár