Tæpur þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu segjast myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ef kosið væri til forseta núna. Var hún vinsælust þeirra frambjóðenda sem afstaða var tekin til.
Næstvinsælastur er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, en tæp 27% sögðust vilja kjósa hann. Á eftir honum koma Jón Gnarr leikari, Halla Tómasdóttir forstjóri og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Könnunin fór fram 5.-8. apríl. Svarendur voru 819.
Katrín er áberandi vinsælust meðal elstu kynslóðarinnar en flestir þeir sem völdu hana voru sextugir eða eldri. Vinsældir hennar fara minnkandi eftir því sem svarendurnir yngjast. Jón Gnarr sækir, ólíkt Katrínu, mest fylgi sitt í aldurshópinn 18-29 ára en langminnst í hóp eldri en 60 ára.
93,1% þeirra sem sögðust myndu kjósa Vinstri græna ef kosið væri til Alþingis í dag segjast myndu kjósa Katrínu. Kjósendur Pírata voru ólíklegastir til að kjósa hana.
Þessi slagsíða fréttafólksins sést vel á þessari fyrirsögn Heimildarinnar. „Flestir vilja að Katrín verði næsti forseti“?
Hvað merkir orðið „flestir“? — Er þriðjungur flestir? Eða er meirihluti flestir?
Skv Málfarsbanka Árnastofnunar merkir „Flestir“ mikinn meirihluta eimhvers.
Hér notar fréttamaður það um minna en þriðjung þegar sá næsti er samt með 27% og mismunurnn því einungis 6%.
Orðrétt segir í Málfarsbanka Árnastofnunar: „Þegar orðið flestir er notað er átt við mikinn meirihluta einhvers.„
https://malfar.arnastofnun.is/grein/70180
Þetta varpar því ljósi á mikla slagsíðu fréttamiðilsins við þessa umfjöllun í þágu Katrínar og ímyndasköpunar hennar sem sjálfkrafa val kjósenda á henni fyrir forseta.
Er ekki viss um að Katrínu takist það.
Ég fékk að taka þátt , og uppsetning á henni var ekki eins og áður ?
Stóra spurningin er hvort það sé auðveldara að afvegaleiða eldra fólk, til dæmis á samfélagsmiðlum eða í gegnum skekkta miðla á borð við Breibart og Fox?
Gott innlegg hjá þér.
En þú hefðir mátt hafa útvarp sögu með í upptalningunni á skekktum miðlum.