Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín verður á biðlaunum í framboði

Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti fyrr í dag hún hygð­ist biðj­ast lausn­ar sem for­sæt­is­ráð­herra og segja af sér þing­mennsku vegna þess að hún ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Ís­lands. Sam­kvæmt lög­um um kjör þing­manna og æðstu emb­ætt­is­manna lands­ins mun Katrín fá greidd bið­laun í sex mán­uði eft­ir að hafa feng­ið lausn úr embætti.

Katrín verður á biðlaunum í framboði
Katrín Jakobsdóttir á rétt biðlaunum í sex mánuði. Mynd: Golli

Á meðan Katrín Jakobsdóttir er í framboði til embættis forseta Íslands mun hún þiggja full forsætisráðherralaun, að meðtöldu þingfarakaupi, í biðlaun í sex mánuði. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Alþingis nema mánaðarlegar launagreiðslur forsætisráðherra um 2.680.000 króna á mánuði.

Aðspurð hvort að hún muni verða á launum á meðan hún er í framboði segist Katrín gera ráð fyrir því án þess að hafa hugleitt það sérstaklega.

„Ég er að segja af mér þingmennsku. Væntanlega eru einhver biðlaun eða eitthvað slíkt. Ég hef eiginlega ekki velt því fyrir mér enn þá. En segi af mér þingmennsku og þá væntanlega nýt ég sömu réttinda og aðrir þingmenn sem hætta.“

Í lögum um þingafarakaup alþingismanna kemur fram að ráðherra eigi „rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði.“

Katrín er búin að vera forsætisráðherra síðan árið 2017 og á því rétt á biðlaunum í sex mánuði frá og með deginum í dag.

Launin gætu verið hærri í raun

Mánaðarlegar greiðslur sem Katrín gæti átt von á næstu sex mánuði gætu þó verið ívið hærri en opinber gögn gefa til kynna. En lög um laun forseta og annarra háttsettra embætti eru í uppnámi eftir að Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að halda sig við upphaflega launaútreikninga - útreikninga sem þáverandi fjármálaráðherra reyndi að breyta eftir að Fjársýsla ríkisins tilkynnti að launin höfðu verið reiknuð út frá röngum viðmiðum. 

Í kjölfarið fengu þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir embættismenn leiðréttingu launum sínum og endurgreiðslu á fjármunum sem fjármálaráðherra krafði þá um að endurgreiða á sínum tíma. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver kostnaður ríkissjóðs vegna launaleiðréttingarinnar muni verða. Í frétt Heimildarinnar frá síðasta mánuði tilkynnti talsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðherra væri búinn að skipa starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi æðstu embættismanna. 

Eitt af verkefnum hópsins er leggja mat á kostnaðinn við leiðréttinguna og birta matið í samantekt um greiðslur ríkisins vegnaa leiðréttingar í launaviðmiðunum. Þessi skýrsla hefur enn ekki verið birt.    

Launin koma sér vel í framboði 

Ljóst er að biðlaunin munu koma sér vel fyrir Katrínu en framboð til embættis forseta Íslands er kostnaðarsamt verkefni. Í nýlegri frétt Heimildarinnar var sagt frá því að í kosningunum ári 2016, þar sem sitjandi forseti var ekki í framboði, hafi fjórir frambjóðendur sem fengu flest atkvæði samanlagt eytt 109 milljónum króna á núvirði í framboð sín.

Guðni Th. Jóhannesson eyddi um 35 milljónum króna í sitt framboð að núvirði. Framboð Höllu Tómasdóttur, sem fékk næstflest atkvæði á eftir Guðna, kostaði rúmlega 13 milljónir króna og Andri Snær Magnason eyddi 21 milljónum króna í sitt framboð.

Dýrasta framboðið var þó rekið af Davíð Oddssyni sem varði samtals um 40 milljónum króna í sína kosningabaráttu. Þar af lagði Davíð sjálfur til um 15,4 milljónir króna. Þá styrkti eiginkona hans framboðið einnig um 560 þúsund krónur að núvirði.   

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefan Hreiðarsson skrifaði
    Hefði átt að gera við hana starfslokasamning að hætti banka og fjármálafyrirtækja......
    0
  • Djö….bruðl!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár