Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín búin að greina ríkisstjórninni frá ákvörðun sinni

For­sæt­is­ráð­herra mun greina op­in­ber­lega frá því hvort hún muni sækj­ast eft­ir því að verða næsti for­seti Ís­lands síð­ar í dag. Formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir enn for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Katrín búin að greina ríkisstjórninni frá ákvörðun sinni
Staðfesting Sigurður Ingi Jóhannsson staðfesti að Katrín Jakobsdóttir væri búin að segja ríkisstjórninni frá næsta skrefi sínu. Mynd: Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, staðfesti eftir ríkisstjórnarfund í dag að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði greint ríkisstjórninni frá ákvörðun sinni um hvort hún ætli í forsetaframboð eða ekki á fundinum í dag. Hann vildi ekki segja hver sú ákvörðun væri. Það væri Katrínar að gera það síðar í dag. „Ég held að það sé eðlilegt að hún geri það, en ekki ég.“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði í Pressu í dag að búið væri að boða þingflokk Vinstri grænna á fund klukkan 13 í dag og búist er við að Katrín kynni ákvörðun sína í kjölfarið. Fastlega er reiknað með að hún muni láta slag standa og fari í forsetaframboð. 

Sigurður Ingi ræddi líka stöðu ríkisstjórnarinnar hverfi Katrín úr henni og hvort grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja sem að henni standa. 

Hann sagði enn forsendur fyrir samstarfinu. „Við höfum sagt það og erum bara í samtali sem við þurfum að fara í núna, formlega.“ Engar ákvarðanir liggi þó fyrir en það liggi á því að taka þær.

Aðspurður hvort hann langi til að verða forsætisráðherra ef til þess kæmi svaraði Sigurður Ingi því til að „þegar maður er í pólitík þá ertu alltaf í pólitík til þess að hafa áhrif og hvar maður hefur þau áhrif, það kemur í ljós.“ 

Hann vildi ekki gefa upp hvort hann styddi Katrínu sem næsta forseta. „Ég ætla að halda því fyrir mig. Það er þjóðin sem kýs forseta. En hún er gríðarlega öflugur kandídat.“ 

Útilokar ekki formannsframboð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að það hafi mjög margt verið rætt á honum. Katrín muni sjálf fá að greina frá ákvörðun sinni þannig að hann ætli að leyfa henni að „eiga öll orð um það.“ 

Guðmundur Ingi neitaði því að hugsanleg stólaskipti ráðherra hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundum en aðspurður um hver yrði nýr ráðherra Vinstri grænna ef Katrín myndi tilkynna framboð í dag svaraði hann: „Það liggur ekki fyrir.“

Hann vildi ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir því að leiða Vinstri græn ef Katrín hyrfi frá. „Ég er varaformaður og ákveði Katrín að stíga til hliðar að þá verð ég formaður fram að næsta landsfundi. Þannig það er allt eitthvað sem að er algjörlega opið eins og staðan er núna.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár