Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hafi kom­ið óform­lega til tals á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Hann seg­ir mögu­legt fram­boð henn­ar hon­um of­ar í huga en van­traust­stil­laga á hend­ur mat­væla­ráð­herra.

Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn
Utanríkisráðherra „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku.“ Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að óformlega hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundi í dag. „Hún lofaði okkur því að taka ekki langan tíma í að komast að niðurstöðu,“ segir hann í samtali við Heimildina. 

Spurður hvað honum fyndist um mögulegt framboð Katrínar sagðist Bjarni vilja bíða með allar yfirlýsingar. „En það hefur auðvitað mikil áhrif á stjórnarsamstarfið ef hún myndi taka þá ákvörðun.“

Yrði það í óþökk Sjálfstæðisflokksins?

„Við getum ekki orðað það þannig, nei nei.“

Enn fremur segist Bjarni ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af mögulegri stjórnarkreppu ef Katrín sæktist eftir forsetaembættinu. „Fyrst skulum við fá niðurstöðu,“ segir hann. 

Kemur til greina að þú verðir forsætisráðherra?

„Ég er ekkert að velta þeirri stöðu fyrir mér. Nú erum við að bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Katrínu. Svo þurfum við að ræða saman þingflokkarnir og það þarf að mynda nýjan meirihluta. Ef þessir flokkar ætla að starfa saman þá þarf að ræða hlutverkaskipti eins og þú ert að vísa til.“ 

Mögulegt framboð Katrínar stærra mál en vantrauststillaga á hendur Svandísi

Bjarni vildi ekki svara því hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vantrausti ef stjórnarandstaðan léti slag standa á þinginu í næstu viku, Flokkur fólksins hefur sagst ætla að leggja slíka tillögu fram. „Við bara stökkvum yfir þann læk þegar við komum að því,“ segir Bjarni.

Hann sagði þó að málið hefði hvorki verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag né í ríkisstjórn. „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku,“ sagði hann.

Heimildin spurði Bjarna enn fremur af hverju hann hefði ekki farið á fund NATO í Brussel í dag líkt til stóð. Bjarni sagðist hafa ástæðu til að ætla að það væri skynsamlegra fyrir sig að vera heima á Íslandi. „Og það er nú komið ágætlega á daginn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu