Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hafi kom­ið óform­lega til tals á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Hann seg­ir mögu­legt fram­boð henn­ar hon­um of­ar í huga en van­traust­stil­laga á hend­ur mat­væla­ráð­herra.

Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn
Utanríkisráðherra „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku.“ Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að óformlega hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundi í dag. „Hún lofaði okkur því að taka ekki langan tíma í að komast að niðurstöðu,“ segir hann í samtali við Heimildina. 

Spurður hvað honum fyndist um mögulegt framboð Katrínar sagðist Bjarni vilja bíða með allar yfirlýsingar. „En það hefur auðvitað mikil áhrif á stjórnarsamstarfið ef hún myndi taka þá ákvörðun.“

Yrði það í óþökk Sjálfstæðisflokksins?

„Við getum ekki orðað það þannig, nei nei.“

Enn fremur segist Bjarni ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af mögulegri stjórnarkreppu ef Katrín sæktist eftir forsetaembættinu. „Fyrst skulum við fá niðurstöðu,“ segir hann. 

Kemur til greina að þú verðir forsætisráðherra?

„Ég er ekkert að velta þeirri stöðu fyrir mér. Nú erum við að bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Katrínu. Svo þurfum við að ræða saman þingflokkarnir og það þarf að mynda nýjan meirihluta. Ef þessir flokkar ætla að starfa saman þá þarf að ræða hlutverkaskipti eins og þú ert að vísa til.“ 

Mögulegt framboð Katrínar stærra mál en vantrauststillaga á hendur Svandísi

Bjarni vildi ekki svara því hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vantrausti ef stjórnarandstaðan léti slag standa á þinginu í næstu viku, Flokkur fólksins hefur sagst ætla að leggja slíka tillögu fram. „Við bara stökkvum yfir þann læk þegar við komum að því,“ segir Bjarni.

Hann sagði þó að málið hefði hvorki verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag né í ríkisstjórn. „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku,“ sagði hann.

Heimildin spurði Bjarna enn fremur af hverju hann hefði ekki farið á fund NATO í Brussel í dag líkt til stóð. Bjarni sagðist hafa ástæðu til að ætla að það væri skynsamlegra fyrir sig að vera heima á Íslandi. „Og það er nú komið ágætlega á daginn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár