Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hafi kom­ið óform­lega til tals á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Hann seg­ir mögu­legt fram­boð henn­ar hon­um of­ar í huga en van­traust­stil­laga á hend­ur mat­væla­ráð­herra.

Forsetaframboð Katrínar rætt óformlega í ríkisstjórn
Utanríkisráðherra „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku.“ Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að óformlega hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundi í dag. „Hún lofaði okkur því að taka ekki langan tíma í að komast að niðurstöðu,“ segir hann í samtali við Heimildina. 

Spurður hvað honum fyndist um mögulegt framboð Katrínar sagðist Bjarni vilja bíða með allar yfirlýsingar. „En það hefur auðvitað mikil áhrif á stjórnarsamstarfið ef hún myndi taka þá ákvörðun.“

Yrði það í óþökk Sjálfstæðisflokksins?

„Við getum ekki orðað það þannig, nei nei.“

Enn fremur segist Bjarni ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af mögulegri stjórnarkreppu ef Katrín sæktist eftir forsetaembættinu. „Fyrst skulum við fá niðurstöðu,“ segir hann. 

Kemur til greina að þú verðir forsætisráðherra?

„Ég er ekkert að velta þeirri stöðu fyrir mér. Nú erum við að bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Katrínu. Svo þurfum við að ræða saman þingflokkarnir og það þarf að mynda nýjan meirihluta. Ef þessir flokkar ætla að starfa saman þá þarf að ræða hlutverkaskipti eins og þú ert að vísa til.“ 

Mögulegt framboð Katrínar stærra mál en vantrauststillaga á hendur Svandísi

Bjarni vildi ekki svara því hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vantrausti ef stjórnarandstaðan léti slag standa á þinginu í næstu viku, Flokkur fólksins hefur sagst ætla að leggja slíka tillögu fram. „Við bara stökkvum yfir þann læk þegar við komum að því,“ segir Bjarni.

Hann sagði þó að málið hefði hvorki verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag né í ríkisstjórn. „Auðvitað er þetta mál varðandi mögulegt framboð Katrínar töluvert stærra mál og mér ofar í huga heldur en það hvað mögulega gerist eftir að eitthvað annað hefur gerst á þinginu í næstu viku,“ sagði hann.

Heimildin spurði Bjarna enn fremur af hverju hann hefði ekki farið á fund NATO í Brussel í dag líkt til stóð. Bjarni sagðist hafa ástæðu til að ætla að það væri skynsamlegra fyrir sig að vera heima á Íslandi. „Og það er nú komið ágætlega á daginn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár