Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yngsta fólkið vill Gnarr en þau elstu fúlsa við honum

Bald­ur Þór­halls­son er vin­sæl­asti for­setafram­bjóð­and­inn mið­að við könn­un Pró­sents. Ef 18 til 24 ára svar­end­ur fengju að ráða yrði Jón Gn­arr þó for­seti lýð­veld­is­ins, en um helm­ing­ur þeirra sögð­ust myndu kjósa leik­ar­ann. 65 ára og eldri virð­ast þó lítt hrif­in af fram­boði hans og myndu velja Bald­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra virð­ist njóta svip­aðra vin­sælda og Jón.

Yngsta fólkið vill Gnarr en þau elstu fúlsa við honum
Frambjóðendur Baldur og Jón hafa báðir tilkynnt framboð sitt, Baldur tveimur vikum á undan Jóni, og tók það þá báða mjög stuttan tíma að safna undirskriftum. Katrín hefur ekki tilkynnt um framboð en segist vera að hugsa málið.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skýtur öðrum forsetaframbjóðendum – og mögulegum frambjóðendum eins og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra – ref fyrir rass í nýjustu fylgiskönnun Prósents.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 34% vilja Baldur sem forseta Íslands en 21% Katrínu og 21% leikarann Jón Gnarr. Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team sem bauð einnig fram krafta sína árið 2016, mældist með 12% fylgi ef litið er til þeirra sem tóku afstöðu. 

Konur völdu Baldur

Konur voru ívið hrifnari af Baldri en karlmenn. 39% kvenkyns svarenda sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Baldur á meðan hlutfallið var 30% hjá karlmönnum. 

Karlmenn voru aftur á móti hrifnari af Katrínu og Jóni Gnarr en konur, 23% karlkyns svarenda sem tóku afstöðu vildu annað þeirra í embættið á meðan hlutfallið var 20% á haus hjá konum. 

Þegar kemur að aldri var unga fólkið, 18 til 24 ára, hvað hrifnast af Jóni Gnarr, en 49% þess hóps sögðust vilja hann sem forseta lýðveldisins. Hópurinn fyrir ofan, 25 til 34 ára, svaraði svo með allt öðrum hætti en 39% þeirra vildu Baldur. Elsti hópurinn, 65 ára og eldri, vildi svo að mjög litlu leyti sjá Gnarr á meðan 37% þeirra sögðust myndu kjósa Baldur og 24% Katrínu.

 Fólkið með hæstu tekjurnar vill Katrínu

Ef litið er til einstaklingstekna þá var hæstlaunaði hópurinn hrifnastur af Katrínu (34%) en sá með lægstu tekjurnar vildi bæði Baldur (30%) og Gnarr (30%). 

Könnunin var framkvæmd frá 28. mars til 3. apríl og voru 2.500 manns í úrtakinu. Af þeim svöruðu 52%, 19% þeirra tóku ekki afstöðu. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Þessar forsetakosningar eru orðnar hreint skaup og því vel við hæfi að kjósa spaugarann. Hann fær alla vega mitt atkvæði.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár