Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ

Ekk­ert mót­fram­boð barst til for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og mun því Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir sitja áfram. Til­kynnt verð­ur um nýj­an fram­kvæmda­stjóra í vik­unni.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ
Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands frá 2021. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Engin mótframboð bárust til formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Þetta staðfestir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Heimildina. Hún er því ein í framboði og mun sitja áfram næstu tvö árin. 

Aðspurð segir Sigríður Dögg að tilkynnt verði um nýjan framkvæmdastjóra félagsins í vikunni. En hún hefur sinnt því starfi síðan Hjálmar Jónsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003, var rekinn í janúar. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnar félagsins. 

Trúnaðarbresturinn fólst, að sögn stjórnar BÍ, meðal annars í því að Hjálmar neitaði formanni félagsins, Sigríði Dögg, að fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins þrátt fyrir samþykkt stjórnar þess efnis. En Hjálmar hefur ítrekað haldið því á lofti að Sigríður Dögg sé skattsvikari. 

Endurskoðun á fjármálum og fjárveitingum

Stjórn BÍ hefur síðan látið óháðan bókara skoða tiltekin atriði í fjármálum félagsins síðasta áratuginn. Skýrsla endurskoðunarskrifstofunnar KPMG um niðurstöður bókarans mun verða kynnt á aðalfundi BÍ þann 16. apríl næstkomandi. 

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti stjórn BÍ að gagnger endurskoðun hefði nú farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. Þá hafi stjórnir sjóða félagsins endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum er úthlutað.

Breytingarnar voru gerðar í kjölfar þess að stjórn Styrktarráðs Blaðamannafélagsins vakti athygli á því að aðeins þeir sem hefðu greitt í sjóðinn að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði ættu rétt á greiðslu úr honum. Rétturinn fyrndist síðan 6 mánuðum eftir að greiðslum væri hætt.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár