Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Kanínur voru taldar svo frjósamar að það væri ekki alveg eðlilegt! María guðsmóðir þurfti sannarlega ekki á venjulegum karli að halda til að verða barnshafandi, ef rétt er greint frá málum í Biblíunni.

„Af hverju er kanínur, nú eða frændur þeirra hérar, tákn páskanna?“

Svarið við þeirri spurningu er í aðra röndina mjög einfalt. Páskarnir eru í grunninn vorhátíð sem haldin er til að fagna því að líf er að kvikna í jörðinni eftir (mis)langan vetur. Í kristinni trú er það túlkað með dauða en síðan upprisu guðssonarins.

En líf kviknar ekki aðeins í jurtum og guðum á vorin, líka í dýraríkinu, og þar eð kanínur og hérar (sem ekki var gerður mikill greinarmunur á hér fyrrum) eru meðal allra frjósömustu dýra, þá var ekki óeðlilegt að þau dýr og ungar þeirra yrðu sérstök tákn vorsins.

Kanínur og hérar hafa verið sérstök tákn um frjósemi allar götur síðan á dögum Rómverja og jafnvel fyrr. Í Náttúrufræði rómverska fræðimannsins Pliníusar eldra, sem uppi var á fyrstu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar) og fórst í gosinu sem lagði borgina Pompeii í eyði árið 79, er skemmtilegur kafli um kanínur og héra sem leiðir þetta vel í ljós.

Lifa hérar á snjó?

Og það er kannski ekki á almanna vitorði að þessi dýr voru gjarnan talin tvíkynja og kvendýrin þyrftu því ekki atbeina karldýrs til að eignast þau afkvæmi sem allt fylltist af á vorin.

Í Náttúrufræði Pliníusar segir:

„Til eru margar tegundir af hérum. Hérar sem búa í Ölpunum eru hvítir og menn ætla að yfir vetrartímann lifi þeir á snjó. Svo mikið er víst að að þegar snjórinn fer að bráðna á hverju vori, þá taka hérarnir á sig rauðleitan blæ. Hérar lifa annars í margskonar loftslagi og láta öfgar í veðri ekki á sig fá.

Til er á Spáni hérategund sem kallast kanína. Hún er þekkt fyrir að vera einstaklega frjósöm og gefur valdið hungursneyð á Balearaeyjum [Mallorca og nálægum eyjum] með því að eyðileggja kornuppskeru. Ungar kanínur, sem rifnar eru úr móðurkviði eða eru enn á speni rétt eftir fæðingu, eru sérstaklega gómsætar til matar, sér í lagi ef iðrin eru ekki fjarlægð [...]

Skar Ágústus upp herör gegn kanínum?

Alkunna er að íbúar á Balearaeyjum sendu bænaskrá til Ágústusar sáluga keisara þar sem hann var beðinn um að senda þeim hermenn til að vinna á kanínunum og koma í veg fyrir allt of mikla fjölgun þeirra.

Minkurinn er í miklum metum vegna þess hve leikinn hann er í að vinna á kanínum. Minknum er troðið niður í kanínuholur sem ævinlega hafa marga útganga og þegar kanínurnar flýja minkinn eru þær hirtar upp við útgangana.

Í skrifum Archelausar um hérann má lesa að skítagötin á líkama hans séu alltaf jafnmörg og árin sem hann hefur lifað, en það hefur nú komið í ljós að það stemmir ekki alltaf.

Archelaus segir líka að hver héri hafi á líkama sínum einkenni bæði karldýrs og kvendýrs og hérakerling geti því eignast unga alveg án aðstoðar karldýrs. Þetta er ráðstöfun náttúrunnar okkur til hagsbóta, því með þessu verður þetta meinleysisdýr sem er svo vel ætileg afar frjósamt. Hérar og kanínur eru einu dýrin sem geta um leið og þau eru með einn unga á spena, verið með annan loðinn í kviði, þann þriðja ennþá alveg hárlausan og þann fjórða örsmáan og nýorðinn til.

Reynt hefur verið að búa til einhvers konar efni úr hárum þessara dýra en það er þá ekki eins mjúkt og meðan það liggur á húð dýrsins sjálfs og af því hárin eru svo stutt leystist slíkt efni fljótt upp.

Hérar eru sjaldan tamdir en samt er nú varla hægt að kalla þá villidýr heldur, heldur liggur eðli þeirra einhvers staðar þar á milli, rétt eins og segja má um marga fugla, svölur og býflugur og höfrunga meðal sjávardýra.“

Kanínur og María

Það sem Pliníus hefur eftir Archelausi um að kvendýr kanína og héra gætu eignast afkvæmi með sjálfum sér varð svo til þess að á tímabili, eftir að kristindómurinn kom til sögunnar, þá voru þessi dýr talin í sérstökum tengslum við Maríu guðsmóður — einfaldlega vegna þess að hún var líka sögð hafa eignast afkvæmni (Jesú sjálfan) án þess að venjulegur karlmaður hafi komið þar við sögu.

Þau tengsl hafa þau dofnað á seinni öldum og er altént lítt haldið á lofti en eftir standa sérstök tengsl þessara frjósömu dýra við upprisuhátíð Jesúa frá Nasaret.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár