Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Kanínur voru taldar svo frjósamar að það væri ekki alveg eðlilegt! María guðsmóðir þurfti sannarlega ekki á venjulegum karli að halda til að verða barnshafandi, ef rétt er greint frá málum í Biblíunni.

„Af hverju er kanínur, nú eða frændur þeirra hérar, tákn páskanna?“

Svarið við þeirri spurningu er í aðra röndina mjög einfalt. Páskarnir eru í grunninn vorhátíð sem haldin er til að fagna því að líf er að kvikna í jörðinni eftir (mis)langan vetur. Í kristinni trú er það túlkað með dauða en síðan upprisu guðssonarins.

En líf kviknar ekki aðeins í jurtum og guðum á vorin, líka í dýraríkinu, og þar eð kanínur og hérar (sem ekki var gerður mikill greinarmunur á hér fyrrum) eru meðal allra frjósömustu dýra, þá var ekki óeðlilegt að þau dýr og ungar þeirra yrðu sérstök tákn vorsins.

Kanínur og hérar hafa verið sérstök tákn um frjósemi allar götur síðan á dögum Rómverja og jafnvel fyrr. Í Náttúrufræði rómverska fræðimannsins Pliníusar eldra, sem uppi var á fyrstu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar) og fórst í gosinu sem lagði borgina Pompeii í eyði árið 79, er skemmtilegur kafli um kanínur og héra sem leiðir þetta vel í ljós.

Lifa hérar á snjó?

Og það er kannski ekki á almanna vitorði að þessi dýr voru gjarnan talin tvíkynja og kvendýrin þyrftu því ekki atbeina karldýrs til að eignast þau afkvæmi sem allt fylltist af á vorin.

Í Náttúrufræði Pliníusar segir:

„Til eru margar tegundir af hérum. Hérar sem búa í Ölpunum eru hvítir og menn ætla að yfir vetrartímann lifi þeir á snjó. Svo mikið er víst að að þegar snjórinn fer að bráðna á hverju vori, þá taka hérarnir á sig rauðleitan blæ. Hérar lifa annars í margskonar loftslagi og láta öfgar í veðri ekki á sig fá.

Til er á Spáni hérategund sem kallast kanína. Hún er þekkt fyrir að vera einstaklega frjósöm og gefur valdið hungursneyð á Balearaeyjum [Mallorca og nálægum eyjum] með því að eyðileggja kornuppskeru. Ungar kanínur, sem rifnar eru úr móðurkviði eða eru enn á speni rétt eftir fæðingu, eru sérstaklega gómsætar til matar, sér í lagi ef iðrin eru ekki fjarlægð [...]

Skar Ágústus upp herör gegn kanínum?

Alkunna er að íbúar á Balearaeyjum sendu bænaskrá til Ágústusar sáluga keisara þar sem hann var beðinn um að senda þeim hermenn til að vinna á kanínunum og koma í veg fyrir allt of mikla fjölgun þeirra.

Minkurinn er í miklum metum vegna þess hve leikinn hann er í að vinna á kanínum. Minknum er troðið niður í kanínuholur sem ævinlega hafa marga útganga og þegar kanínurnar flýja minkinn eru þær hirtar upp við útgangana.

Í skrifum Archelausar um hérann má lesa að skítagötin á líkama hans séu alltaf jafnmörg og árin sem hann hefur lifað, en það hefur nú komið í ljós að það stemmir ekki alltaf.

Archelaus segir líka að hver héri hafi á líkama sínum einkenni bæði karldýrs og kvendýrs og hérakerling geti því eignast unga alveg án aðstoðar karldýrs. Þetta er ráðstöfun náttúrunnar okkur til hagsbóta, því með þessu verður þetta meinleysisdýr sem er svo vel ætileg afar frjósamt. Hérar og kanínur eru einu dýrin sem geta um leið og þau eru með einn unga á spena, verið með annan loðinn í kviði, þann þriðja ennþá alveg hárlausan og þann fjórða örsmáan og nýorðinn til.

Reynt hefur verið að búa til einhvers konar efni úr hárum þessara dýra en það er þá ekki eins mjúkt og meðan það liggur á húð dýrsins sjálfs og af því hárin eru svo stutt leystist slíkt efni fljótt upp.

Hérar eru sjaldan tamdir en samt er nú varla hægt að kalla þá villidýr heldur, heldur liggur eðli þeirra einhvers staðar þar á milli, rétt eins og segja má um marga fugla, svölur og býflugur og höfrunga meðal sjávardýra.“

Kanínur og María

Það sem Pliníus hefur eftir Archelausi um að kvendýr kanína og héra gætu eignast afkvæmi með sjálfum sér varð svo til þess að á tímabili, eftir að kristindómurinn kom til sögunnar, þá voru þessi dýr talin í sérstökum tengslum við Maríu guðsmóður — einfaldlega vegna þess að hún var líka sögð hafa eignast afkvæmni (Jesú sjálfan) án þess að venjulegur karlmaður hafi komið þar við sögu.

Þau tengsl hafa þau dofnað á seinni öldum og er altént lítt haldið á lofti en eftir standa sérstök tengsl þessara frjósömu dýra við upprisuhátíð Jesúa frá Nasaret.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár