Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.

Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags gagnrýnir frumvarp innviðaráðherra um breytingar á húsaleigulögum og segir þær vega að samningafrelsi aðila á leigumarkaði.

Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags, segir fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum muni vega að samningsfrelsi einstaklinga og draga úr framboði á íbúðum á leigumarkaði. 

Í umsögn sem Gunnar Þór, fyrir hönd Ölmu íbúðafélags, sendi til velferðarnefndar Alþingis síðastliðinn mánudag, er farið hörðum orðum um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um breytingar á húsaleigulögum. Meginmarkmið frumvarpsins eru að bæta húsnæðisöryggi og réttarvernd leigjenda hér landi. 

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að banna verðtryggingu á skammtíma leigusamningum, efla Kærunefnd húsamála og gera leigusölum skylt að tilkynna leigjendum um forgangsrétt sinn til endurnýjunar á leigusamningi.

Þá er einnig lagt til að koma á almennri skráningarskyldu á leigusamningum í gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar, svonefnda leiguskrá. Munu upplýsingar úr leiguskránni verða notaðar til þess að upplýsa um markaðsverð leiguhúsnæðis og sporna við óvenjulegum leiguverðshækkunum sem geta átt sér stað …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Gunnar Þór stjórnarformaður Ölmu-okurleigufélags er 100% fyrrtur, þegar hann fullyrðir að leiguverð sé ekki of hátt, þegar verkamannalaun eftir skatt duga ekki fyrir leigunni, kannski væri það sniðugt að matvæla-fyrirtækin sem eigendur Ölmu-okurleigufélag á og rekur myndi tryggja leigjendum sínum ríkulegan afslátt af matvörunni sem þeir framleiða, kannski myndu þá leigjendur ekki sniðganga þessar vörur og þær renna útá tíma í hillum verslanna.
    0
  • VJ
    Valgerður Jónsdóttir skrifaði
    Hvernig stendur á öllum hernaðinum hjá þessu fyrirtæki, fer hann í viðhald og viðgerðir á því húsnæði sem er fyrir hendi eða fer hann í aðra vasa? Væri ekki nær að nota peningana til félagsins aftur.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hvaða athugasemdir skyldi stjórnarformaður Ölmu hafa haft við síðustu breytingar á landbúnaðarlögum?
    1
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Er Gunnar Þór Gíslason bara ekki óþarfur sjálfur fyrir íslenskt samfélag
    11
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Margur verður af aurum api. Andlit hinnar takmarkalausu græðgi og eiginhagsmuna. Hvar er mennskan, umhyggjan fyrir náunganum og kærleikurinn? Ég vona að Sigurður Ingi standi í lappirnar og láti eiginhagsmunaöflin ekki hafa áhrif á sig.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár