Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags, segir fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum muni vega að samningsfrelsi einstaklinga og draga úr framboði á íbúðum á leigumarkaði.
Í umsögn sem Gunnar Þór, fyrir hönd Ölmu íbúðafélags, sendi til velferðarnefndar Alþingis síðastliðinn mánudag, er farið hörðum orðum um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um breytingar á húsaleigulögum. Meginmarkmið frumvarpsins eru að bæta húsnæðisöryggi og réttarvernd leigjenda hér landi.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að banna verðtryggingu á skammtíma leigusamningum, efla Kærunefnd húsamála og gera leigusölum skylt að tilkynna leigjendum um forgangsrétt sinn til endurnýjunar á leigusamningi.
Þá er einnig lagt til að koma á almennri skráningarskyldu á leigusamningum í gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar, svonefnda leiguskrá. Munu upplýsingar úr leiguskránni verða notaðar til þess að upplýsa um markaðsverð leiguhúsnæðis og sporna við óvenjulegum leiguverðshækkunum sem geta átt sér stað …
Athugasemdir (5)